Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 88
84
ílatlendinu á Jaðrinum. Stjórnin varð við beiðni hans,
veitti honum 2000 kr. styrk og fól honum á hendurað
gera tilraunirnar.
Poulsen pantaði og fjekk frá Þýzkalandi og Dan-
mörku 90,000 ungar trjáplöntur, mest björk, ask, hlyn,
álm, furu, lævirkjatrje, greni o. fl. Þetta var plantað
á þremur stöðum á Jaðrinum. Margar af plöntunum
höfðu skemmzt í flutningnum, og flestar dón þær, en
aðallega af þeirri ástæðu, að þessi ungu trje höfðu
verið alin upp í betra loptslagi en því, sem þau áttu
nú að þola. Hin fyrsta tilraun bar þannig ekki neinn
æskilegan árangur.
Á sama tíma höfðu bændur tveir á Jaðri stofnað
trjáreit heima hjá sjor, og þótt tilraunir þeirra væru
í smáum stíl, heppnuðust þær vel og gáfu tilofni til
meiri framkvæmda.
Hinar fyrstu tilraunir heppnuðust ekki vel, og
meðal Norðmanna voru margir, sem álitu allar tilraun-
ir til skógræktar þýðingarlausar og að þær myndu aldrei
heppnast. Hinar fáu tilraunir, sem gerðar höfðu verið,
bentu þó í þá átt, að bezt væri að sá fræi heima og
planta siðan út hin ungu trje, þegar þau hefðu náð
nægum þroska.
Meðal skógræktarmanna heyrðust því íijótt raddir
um það, að nauðsyn bæri til að setja á stofn trjáreit,
er kostaður væri af ríkisfje. Skyldi þar gera tilraunir
og fá reynslu fyrir því, hverjar ræktunaraðferðir væru
heppilegastar og hverjar trjátegundir gætu þriflzt bczt.
Þessi hugmynd var framkvæmd 1868. Þá var settur
á stofn hinn fyrsti trjáreitur í Noregi, á Sandnesi á
Jaðri. Fyrsta árið voru seldar frá trjáreitnum plöntur
fyrir 14 kr., annað árið fyrir 172 kr., þriðja árið fyrir
800 kr. o. s. frv. Margt gekk þó erfltt í byrjuninni, á