Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 89
85
meðan roynslu og þekkingu vantaði, en fljótt óx trjá-
reit þessum fiskur um hrygg; er hann nú hinn stærsti
trjárcitur í Noregi og alveg kostaður af ríkisfje. Alls
hefur frá þessum trjáreit verið selt 13 milj. plöntur og
hefur tala þeirra aukizt árlega. Árið 1896—97* seldi
hann 813000 plöntur fyrir 6260 kr. og var það 1257 kr.
meira en allur kostnaður við hann um árið. Hann endur-
borgar því ríkinu nú að nokkru leyti styrk þann, er
hann áður þáði, meðan hann gat ekki borið sig sjálfur,
og er þó verðið á plöntunum sett svo lágt, að einstak-
ir menn sjá sjer ekki fært að keppa við hann.
Útsöluverð á plöntum frá trjáreitnum á Sandnesi er:
1000 2 ára furuplöntur . . . kosta 5 kr.
1000 3 — greniplöntur . . .-------6 —
1000 3 — lævirkjatrjesplöntur .------7 —
1000 af ýmsum öðrum tegundum--------------10—20 kr.
Verðið er hærra, sje tekið færra en 1000 af hverri
tegund. Hjer við bætist svo kostnaður við umbúðir
og flutning.
Pað kom fljótt í ljós, að einn trjáreitur var ekki
fullnægjandi fyrir allt landið, bæði vegna fjarlægðar-
innar og hins, hve mis-snemma vorið byrjar í hinum
ýmsu landshlutum. Reynslan varð sú, að þegar næg
hlýindi voru komin til þess að gróðursetja í sunnan-
verðum Noregi, lá cnn snjór yfir hinum norðlægari
landshlutum, og 2—6 vikur liðu þangað til gróður-
setning yrði þar framkvæmd. Þessi mikli mismunur á
komu sumarsins gerði fleiri trjáreiti, einkum norður frá,
alveg nauðsynlega.
Nú hafa Norðmenn þessa trjáreiti, sem eru kostaðir
af ríkisfje:
*) Þetta ár var eytt til trjáreitsins 160 pd. af trjáfræi.