Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 90
86
Við Farsund, stofnaður 1876
— Molde ....----------1878
— Stenkjær . . —— 1880
— Saltdalinn .--------1880
— Hamar . . .-------- 1890
— Bodö .... ---- 1888
Frá hinum þremur fyrstnefndu trjáreitum eru árlcga
seld 150,000—300,000 ung skógartrje frá hverjum.
Trjáreitirnir við Stenkjær ogFarsund geta þannig borið all-
an kostnað sinn sjálfir, en sá við Molde fær enn nokkurn
styrk. Hinir 3 síðastnefndu trjáreitir eru minni. Frá
hverjum þeirra eru þó árlega seld 50,000—70,000 uug
skógartrje.
Auk hinna nýnefndu trjáreita eru margir minni;
sumir eru kostaðir af einstökum mönnum, aðrir eruvið
búnaðar- og garðyrkjuskóla, sem vjer ekki hirðum að
telja upp hjer.
Af þessu yfirliti sjest, að trjáreitir Norðmanna eru
dreifðir um land allt. Hinir nyrztu, í Bodö og Salt-
dalnum, eru norðar en nyrztu tangar íslands. Sumar-
hitinn á þessum stöðum er svipaður og íHafnarfirði og
]/2—2° meiri en á Akureyri.
Vjer höfum nú fengið yfirlit yfir hina helztu trjá-
reiti í Noregi, hvonær þeir hafa verið stofnaðir og hve
mikið þeir ala upp af ungum skógartrjám. En hvað er
gert við allar þessar plöntur? Hver kaupir þær? Það
eru bændur, skógræktarfjelög og rikið sjálft.
Mest kveður að þcim gróðursetningum, sem ríkið
sjálft hefur látið framkvæma á sinn kostnað. Vjer skul-
um aðeins nefna gróðursetningar á Jaðrinum nálægt
Sandnesi. Þar er hið stærsta svæði í Noregi, sem hef-
ur verið plantað með skógi. Landsvæðið er keypt fyr-
ir 79,040 kr. af ríkisfje, en stærð þess öll er2917 dag-