Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 92
88
að efla skógarrækt á Jaðrinum; það hefur keypt þar og
afgirt 306 dagsláttur, og gróðursett nálægt 800,000
plöntur.
Skóg og trjárœlctarfjelagið í Björgvin er stofnað
1868. Fjelagsmenn hafa verið 150—200; árstillag 2
kr. Tilgangur fjelagsins er að rækta skóg á öllu því
landi, sem liggur í nánd við bæinn Björgvin og ekki
er notað til annars. Fjelag þetta hefur fengið styrk
frá ýmsum. Af skýrslum þess, sem ná yfir 25 ár, sjest,
að styrkur sá samlagður, sem það hefur fengið úr ýms-
um stöðum, er þessi:
Frá ríkissjóði........................ 360 kr.
Frá vínsölufjelagi Björgvinar 111,800 —
— sparisjóði Björgvinar . . 28,000 —
— framfarafjel. Björgvinar . 4,000 —
Tillög og gjafir .... . 23,300 -
Samtals 167,460 kr.
Þessar tölur — tíllögin frá einstökum mönnum og
fjelögum — sýna það, hve nytsemi og þýðing skóganna
er almennt viðurkennd í Noregi, og að hugsunin um
framtíð lands og þjóðar hefur opt og tíðum þar æðri
sess, en stundarhagnaðurinn.
Fjelag þetta hefur plantað nálægt 1,142,000 ung
skógartrje.
í kringum Niðarós hefur verið plantað töluvert
meira af skógi, en við Björgvin. Hjer hefur þó ckk-
ert fjelag sjerstaklega verið myndað, en bæjarstjórnin
hefur af bæjarsjóði veitt árlega fje til þess, að gróður-
setningunum yrði haldið áfram. Þær vóru byrjaðar
1871. Til þessa var búið að verja 1896 af bæjarsjóði
20,830 kr. Auk þessa hafa önnur fjelög stutt þetta
fyrirtæki, t. d. vínsölufjelagið o. fl.
Jarðvegur fyrir trjárækt er víða góður í kringum