Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 93
89
Niðarós, enda eru nú þau trje, sem fyrst vóru plöntuð
(1871—72) orðin 35—45 feta há. Þvermál þeirra 3
fet fyrir ofan jörðu er víða 8—11 þuml.
Það væri hægt að nefna mörg önnur minni skóg-
ræktarfjelög i Noregi. Því flestir bæjir hafa þess kon-
ar fjelög. Mörg þeirra eru stofnuð og þeim viðhaldið —
þó í smærri stíl sje — eins og skóg- og trjáræktarfje-
laginu í Björgvin.
Sveitirnar hafa líka skógræktarfjelög. Af þeim
skal að eins nefna: Nyrðra-Björgvinaramts-skógræktar-
fjelag. Fjelag þetta er stofnað 1896. E>að hefur 320
fjelagsmenn og hver þeirra borgar 1 kr. árlega í sjóð
fjolagsins. Það fær þar að auk styrk af amtssjóði og
frá ílestum hreppum í amtinu, 5—25 kr. frá hverjum,
einnig gjafir frá einstökum mönnum.
Tilgangur fjelagsins er að auka þekking á skógar-
rækt og stuðla að því á allan hátt, að skógur sje rækt-
aður. Fjelagið hefur einn mann í þjónustu sinni, sem
ferðast um, gefur bændum leiðbeiningar í skógarrækt,
einkum við gróðursetningar o. fl. Af þvi fjelagið er
ungt, er eigi unnt að segja, hverju það fær áorkað í
þessa átt.
Margir bændur í Noregi hafa plantað skóg á jörð-
um sínum, og fá þeir opt styrk til þess af ríkisfje, ef
þcir æskja þess. Styrkur sá er 4—7 kr. fyrir hverja
250 □ faðma, sem plantaðir eru skógi, og er næg-
ur til þess að borga plönturnar sjálfar og gróðursetning,
ef hún er framkvæmd af æfðum mönnum. Styrkur þessi
er þó eigi veittur, nema trygging sje fyrir því, að
bændur friði á sinn kostnað land það, er tekið er til
yrkingar.
Auk þessa fá bændur ókeypis leiðbeiningar við-