Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 94
90
víkjandi skógarrækt frá mönnum, sem standa í þjón-
ustu ríkisins.
Eitt af þeim ráðum, sem Norðmenn eru farnir að
nota, til að efla og útbreiða þekking á skógarrækt, er
það, að kenna börnunum að gróðursetja skóg. Þannig
er við marga barnaskóla, nokkrum dögum á hverju vori
varið til að planta skóg. Maður, sem til þess er fær,
veitir þá börnunum og kennurunum tilsögn við þetta,
og heldur jafnvel stutta fyrirlestra um skógarrækt.
Þetta styður mjög að því, að auka þekking á skógar-
ræktinni.
Af því, sem sagt hefur verið, sjest, að Norðmenn
gera eigi lítið til að vernda og útbreiða skóga sína, þó
munu þeir tæplega vera komnir svo langt í þessu efni,
sem nágrannar þeirra Svíar og Danir, sem fyrr byrjuðu
skógræktartilraunir sínar. Oss hefur eigi gefizt tæki-
færi til að sjá eða kynna oss skógarrækt þessara þjóða,
en skulum þó stuttlega nefna eitt skógræktarfjelag hjá
hverri þeirra.
Hið danska heiðafjelag* er stofnað 1866. Fyrsta
árið hafði það 1200 fjelagsmenn. Nú eru útgjöld þess
200,000 kr. árlega og sjest af því, hve afarmiklum
framförum fjelagið hefur tekið. Tilgangur fjelagsius er,
að rækta upp józku heiðarnar, sem eru 140 □ mílur
að stærð. Nú er mcir en helmingurinn ræktað og
skógivaxið land. Þetta land var áður álitið óhæfllegt
til ræktunar.
Hið svenska mýrarræktunarfjolag er stofnað 1886.
Fjelag þetta hcfur gjört afarmiklar framkvæmdir. Fje-
lagsmenn eru 4000 og árstillag 4 kr. eða 100 kr. einu
sinni fyrir allt. Fjelagið fær sjerstakan styrk frá ríkinu
*) Axel Heiberg: Skovkultur og Myrdyrkning 1897, bls. 8.