Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 97
Húsdýra-sjúkdómar.
iii.
Doði.
í )oða köllum vjer sýki þá, er kemur í kýr — og ýms
fleiri kvenndýr — rjett eptir eða skömmu eptir burð
og aðallega lýsiij sjer í því, að sjúklingurinn verður
máttvana, afllaus í flestum vöðvum líkamans, og missir
að meiru eða minna leyti meðvitundina, sefur. Sýki
þessi hefur og verið kölluð ýmsum öðrum nöfnum og
mun þeirra algengast vera nafnið „lakasótt“, og er sýk-
in nefnd svo af því, að allflestir, sem slátrað hafa doða-
kúm, hafa fundið það helzt athugavert við innýfli þeirra,
að lakinn er harður og út-troðinn af þurru fóðri, og hafa
því haldið, að það væri orsök sjúkdómsins; cn svo er
ekki. Laka-stýflan er að eins afleiðing sýkinnar, og er
alls ekki sjerkennileg fyrir doða fremur en marga aðra
sjúkdóma; lakinn harðnar ávallt, þegar skepnan verður
svo veik, að hún hættir að jórtra um lengri tínia.
Nafnið „laka^ótt" getur því átt við ótal sjúkdóma og
einkennir ekki cinn öðrum fremur. Hins vegar hef jeg
heyrt það kallað doða hjer á Suðurlandi, þegar átleysi
kernur í kýr, sem opt vill verða skömmu eptir bnrðinn,