Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 98
94
án þess þó að því fylgi hin eiginlegu doðaoinkenni,
máttleysið og meðvitundarleysið; er það því rangnefni
og mjög villandi. Bptir minni reynzlu stafar átleysi
þetta optast af ýmsum trufiunum í meltingarfærunum,
svo sem vambstýflu og fleiru, og á ekkert skylt við
doða.
Yfir höfuð hefur mönnum mjög hætt við því, að
blanda doða saman við ýmsa aðra sjúkdóma hjá nýbær-
um og er það í rauninni engin furða, því að fæðing-
unni fylgja opt margir og margvíslegir sjúkdómar, og
getur sama kýrin haft samtímis meiri aða minni snert
af tveim eða fleirum kvillum. Eins og eðlilegt er, eru
nýbærur opt mjög veikar af sjer og þola því illa allt
það, sem misjafnt er, hvort heldur er í viðurværi eða
hirðingu, og verða menn að gæta og taka tillit til þess.
Af því að menn hafa ekki þekkt sjúkdóminn nægilega
vel eða vitað gjörla um eðli hans og orsök, hafa menn
dregið inn undir þetta sama nafn nokkra aðra sjúk-
dóma og hefur það svo orðið til þess, að menn hafa
skipt doða niður í ýmsar tegundir; þannig hafa menn
talað um „heitan doða“ í mótsetningu við „kaldan doða“
eða hinn eiginlega doða. „Heiti doðinn“ svonefndi er
víst sjáldan annað en áköf legbólga, er mikil hita-
sótt fylgir og mun af því nafnið vera komið. Þegar
legbólgan er illkynjuð og á háu stigi, getur útlit sjúkl-
ingsins orðið talsvert líkt doða, en á þó ekkert skylt
við hann. Stundum er legbólga samfara doðanum og
breytist þá útlit og einkenni sjúkdómsins auðvitað tals-
vert.
Af húsdýrunum er það aðallega kýr, sem veikjast
af doða, og er í þossari ritgjörð eingöngu talað um
doða hjá þeim. Þó skal þess getið, að geitur og svín
veikjast af honum stundum, en tiltölulega er það rniklu