Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 99
95
sjaldgæfara. Einkum og sjer í lagi er góðum mjólkur-
kúm kætt við þessari veiki og mun margur bóndinn
hafa tekið eptir því, sjer til mikillar raunar, að optast
er það bezta kýrin í fjósinu, sem fyrir skakkafallinu
verður. Yeikin kemur mjög sjaldan í kvígur að íýrsta
kálfi eða gamlar kýr, optast í kýr á bezta aldri (6—8
ára gamlar) og einkum þegar þeim hefur orðið ljett um
burð. Kvígunni verður vanalega talsvert rnikið um
burðinn, en sem sagt fá þær sjaldan sýkina. Menn
hafa og tekið eptir því, að hættast er kúm við veik-
inni, þegar þeim hefur verið „geíið til“ fyrir burðinn og
sömuleiðis, ef þær hafa verið mjólkaðar fyrir burð.
Feitum kúin or opt hættara en mögrum. Aðkæling
(Forkölelse) hefur stundum verið um kennt, og má vel
vera, að hún hjálpi til að sjúkdómurinn brjótist út,
eins og allt það annað, er veikir mótstöðukrapt skepn-
unnar.
Optast byrjar veikin á fyrsta sólarhring eptir burð-
inn (frá 6.—30. klukkutíma); stundum fer þó að bera
á henni um burðinn og jafnvel fyrir hann, en þó aldrei
áður en mjólk er komin í júgrið. Haii kýrin ekki
fengið sýkina, þegar 3 dagar eru liðnir frá burði, má
ætla að hún sje sloppin úr allri hættu, þó eru dæmi
til þess, að doði hefur komið í kýr 6—8 10 daga og
jafnvel 8—12 vikur eptir burð.
'Einkenni doðans. Veikin byrjar vanalega á því,
að kýrin fer að verða óróleg, stjáklar, reynir til að teðja
og slær apturfótunum upp í kviðinn. Óróin getur stund-
um ágerzt svo, að jafnvel ineiri eða minni æðiköst komi
að þeim, ólmast þá í básnum og öskra. Einstaka sinn-
um byrjar veikin með krampadráttum í háls- og and-
litsvöðvum, og með því að kýrin fer að gnísta tönn-
um.