Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 101
97
undarlaus, án þess að gefa frá sjer annað lífsraark en
það, að hún heldur áfram að draga andann. Andar-
drátturinn er ekki mjög tíður, en þungur og snorkaudi,
enda hrygglukenndur; skepnan stynur ávallt mjög.
Aflleysið eða máttleysið, sem aðallega einkennir
doðann, kemur ekki aðeins í þá vöðva. er skepnan
hreyfir eptir eigin geðþótta; kraptur þeirra vöðva, er
hreyfast skepnunni að ósjálfráðu, þverrar einnig eða
hreyfingar þoirra sljóvgast að meiru eða minna leyti.
Þannig strjálast mjög hreyfingar vambarinnar og þarm-
anna eða jafnvel hætta, og leiðir af því aptur, að í
þessi líffæri kemur opt mjög hörð og þrálát stýfla, er
jafnvel hin sterkustu lyf hafa lítil eða engin áhrif á.
Saurinn í endaþarminum er optast þurr og í kögglum.
Af aflleysi í blöðrunni leiðir einnig það, að sjúklingarn-
ir eiga opt óhægt með að kasta af sjer þvaginu. Það
sem þó er einna hættulegast og optast verður skepn-
unni að fjörtjóni er, að aflleysið færist einnig yfir á
hjartavöðvana, svo að hjartað getur ekki drifið blóðið
eins fljótt og vel um líkamann og þörf er á. Æðaslög-
in verða þá mjög iin, finnast varla, en þeim mun tíðari
(70—120 á mínútu). Af vanmætti hjartans leiðir einn-
ig það, að allir þeir hlutar líkamans kólna, sem fjærst-
ir því eru, og sízt geta haldið hitanum, er þeir einu
sinni hafa fengið með blóðinu. Þannig eru því eyru,
horn og fætur jafnan kaldir; granirnar eru og kaldar
og þurrar, en það eru þær aldrei á heilbrigðum kúm.
í byrjun veikinnar mun likamshitinn optari vera
nokkru hærri en hjá heilbrigðum kúm, en eptir því
sem aflleysið og svefnmókið ágerist, eptir því lækkar
líkamshitinn og það stundum svo, að haun kemst niður
í 35° á C. eða verður 3^/a—4° lægri en hjá heilbrigðum
kúm, og stundum jafnvel enn þá lægri. Þessi lækkun
Binaðarrit XIII. 7