Búnaðarrit - 01.01.1899, Qupperneq 105
.01
og betur, að hans skoðun á uppruna sýkinnar sje hin
eina rietta.
Að því leyti er skoðun Schmidts lík annari þeirri,
er fyrr er nefnd, að hann ætlar, að sjúkdómurinn komi
af blóðeitran, en að eitrið myndist ekki í leginu, heldur
í júgrinu.
Það mun flestum kunnugt, að öll líffæri skepnanna
eru byggð af óteljandi smáum verum, sem kallaðar eru
frumlur og að starf hvers einstaks líffæris og líf skepn-
unnar í heild sinni er komið undir því, að frumlurnar
lifi og verki hver í sinni röð. Vöðvafrumlurnar fram-
kvæma allar nauðsynlegar hreyfingar, húðarfrumlurnar
skýla meðal annars líkamanum, kirtlafrumlurnar búa til
ýmsa vökva, sem nauðsynlegir eru, svo sem munnvatn,
magavökva, þarmavökva, gall, mjólk o. s. frv., eða
starfa að því, að koma burtu úr líkamanum ýmsum ó-
þörfum og skaðlegum efnum, svo sem í þvaginu, svita
o. fl. Til þess að frumlurnar geti verið að starfa sín-
um, verða þær að fá næringu og hana fá þær úr blóð-
inu; það flytur til þeirra næringarefnin frá meltingar-
færunnm og súrefnið frá lungunum. Efni þessi samein-
ast í hverri frumlu, frumlan jetur og meltir þau, og
því meira sem hún fær af þeim (eptir því sem til henn-
ar berst af blóði) því meiru torgar hún. Pað af nær-
ingarefnunum og súrefninu, sem frumlan þarf ekki til
síns viðurhalds, notar hún til þess að framkvæma ætl-
unarverk sitt; mjólkurfrumlan notar það til þess að búa
til mjólk úr því. En auk gagnlegu afurðanna, sem
frumlan býr til, myndast einnig í henni ýms önnur efni,
sem eru eða geta orðið skaðleg fyrir skepnuna. Hverri
einstakri frumlu er líkt varið og mjólkurkúnni. Úr því
af heyinu og vatninu, sem kýrin þarf ekki til viðhalds,