Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 107
103
áður rann til legsins og fóstursins, renni nú til júgnrs-
ins svo að júgurfrumlurnar fái nóg efni í mjólkina.
Þær taka nú allt í einu til starfa og því fleiri sem þær
eru, eða því stærra og betra sem júgrið er, því yfir-
gripsmeira verður starfið og meiri mjólkurframleiðslan
og — því meira myndast af eitri. Eitrið safnast nú
brátt fyrir í blóðinu, því að bæði er það, að viðkoman
cr mikil og svo eru þær frumlur, sem eyða eiga eitr-
inu, því öldungis óvanar og óviðbúnar, að taka á móti
svona miklu á stuttum tíma og verður afleiðingin af
því, að það berst áfram með blóðinu um allan líkamann
og eitrar hann.
Eiturefni þetta þekkja menn enn sem komið er
ekkert nánara og má vel vera, að við myndun þess
komi ýms önnur atvik til greina, er hafi talsverða þýð-
ingu fyrir sjúkdóminn. Eins og menn vita er mjólk sú,
sem fyrst eptir buröinn kemur úr júgrinu (broddurinn)
all-ólík vanalegri mjólk. í broddinum, sem er þykkri
og öðruvísi á lykt og bragð, en mjólkin síðar meir, úir
og grúir af gömlurn mjólkurfrumlum, sem losnað hafa
og þurfa að komast burtu úr júgrinu; er það ekki ó-
líklegt, að við þessa hreinsun myndist líka einhvers
konar eiturefni, enda hafa menn tckið eptir því, að því
mjólkurhærri sem kýrin er, því fljótar hverfnr broddur-
inn eða því meira losnar af mjólkurfrumlum á stutt-
um tíma og fiestar sýkjast kýrnar um það leyti, sem
broddurinn er mestur.
Eptir því sem hjer hefur sagt verið, er þá í stuttu
máli aðalorsök doðans fólgin í því, að í júgrinu mynd-
ast við hin snöggu og áköfu umskipti, sem verða í því
eptir burðinn, svo mikið af eitri, sem að vísu myndast
þar alltaf, en í miklu minni mæli, að kýrin getur ekki
skilið sig við það allt á vanalegan hátt, heldur safnast