Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 108
104
fyrir í blóðinu og veldur blóðeitran, sem lýsir sjer með
hinum alkunnu doðaeinkennum. Því meira sem rennur
af blóði til júgursins. og því stærra og betra sem það
er, því hættara er kúnni við sýkinni. Á þennan hátt
getum vjer nú skilið, hvers vegna doðinn kemur nær
eingöngu í góðar mjólkurkýr, sem vel eru fóðraðar,
aldrei í stritlur og kýr, sem lifa á Ijelegu fóðri, mjög
sjaldan í kvígur að fyrsta kálfi, helzt í miðaldra kýr,
meðan þær eru mjólkurhæztar, sjaldan eptir erfiða fæð-
ingu, því að þá er kýrin jafnan miður sín, svo að minna
leggst til júgursins, svo og miklu fremur, þegar kúnni
hefur verið gefið til og mjólkuð fyrir burð, því að við
það eykst starf júgursins að mun. Og þá getum vjer
skilið, hvernig stendur á því, að sjúkdómurinn hefur
ágerzt svo mjög á seinni tímum, síðan menn fóru að
leggja meiri stund á að hafa góðar mjólkurkýr. Þess
má geta að í Keykjavík mun doðinn talsvert tíðari og
skæðari en upp til sveita, enda gjöra Reykvíkingar sjer
far um að hafa góðar kýr og hcrða meira á þeirn til
mjólkur með ýmsu kraptfóðri, enn almennt mun gjört til
sveitanna.
Meðferð og lœhning. Meðan menn vissu ekki eða
voru í vafa um, hvers eðlis og uppruna sjúkdómurinn
væri, var auðvitað lítil eða engin von til þess, að fund-
ið yrði eitthvert eitt lyf eða lækninga-aðfeið, sem ein-
hlít væri til þess að lækna doðann. Menn urðu því að
láta sjer nægja, að reyna að bæta úr eða útrýma þeim
einkennum, sem sjúkdómurinn virtist aðallega vera fólg-
inn í. Þannig gáfu menn einkum inn þau lyf, sem
sjerstaklega eru löguð til þess að fjörga heilann og
taugakerfið, og styrkja eða draga úr aílleysi vöðvanna og
þá einkum hjartavöðvanna og vöðva meltingarfæranna.
Sýndust lyf þessi stundum hafa svo góð áhrif, að þau