Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 109
105
virtust lækna doðann, en stundum brugðust þau aptur
algjörlega og voru menn þá litlu nær, og því hættu
surnir dýralæknar að mestu við allar lyfja-gjafir og ljetu
sjer einkum umhugað um það, að vel væri hlúð að
sjúklingunum og þeim hjúkrað eins vel og uunt var, og
varð árangurinn opt engu síðri.
Nú er doðanum þannig varið, að sjúklingurinn
liggur svo að segja stöðugt á takmörkum lífs og dauða,
unz hann allt í einu lifnar við og verður optast alheill
á ótrúlega stuttum tíma, eða deyr snögglega. Það
sýndist því ekki þurfa mikið til þess að halla metaskál-
unum svo, að þyngra yrði líf-megin, að eins að lóðið
yrði látið á rjetta skálina. Ef maður nú gæti komið
]>ví til vegar, að orsök sýkinnar hætti að verka, eitrið
hætti að myndast í júgrinu, þá yrði það auðvitað svo
þungt á metaskálunum, að nægja mundi í flestum til-
fellum til þess, að sjúklingurinn rjetti við, þótt ekki
yrði auðið að eyða öllu því eitri, sem þegar er myndað
og komið út í blóðið — og þetta er einmitt það, sem
Schimdt dýralækni hefur tekizt. Að sú skoðun hans
sje rjett, að sýkin komi af eitri, er myndist við nokk-
urskonar ofstarf í júgrinu, sjest nú bezt af því, að í
flestum tilfellum er hægt að taka fyrir sýkina og lækna
hana með því að láta júgrið hætta að starfa, hætta að
mjólka og um leið - hætta að búa til eitrið. í þessu
er hin nýja lækninga aðferð fólgin, sem viðhöfð hefur
verið 2 síðustu árin og gefizt svo ágætlega, að furðu
gegnir.
Með því að holla joðkalium-vatni inn í júgrið má
fá kúna til að hætta að mjólka og hcfur joðkalium, og
reyndar ýms önnur joð-lyf, þau áhrif á mjólkurfruml-
urnar, að þær annaðhvort starfa minna eða jafnvel
hætta alveg að framleiða mjólk. Sje lyfið gefið inn eða