Búnaðarrit - 01.01.1899, Qupperneq 112
108
einkum að neðan og spenana, nákvæmlega úr sápuvatni
og á eptir úr karból-vatni*) og gæta þess svo vel, að
ekki atist til aptur. Rjett áður en hellt er inn í hvern
spena fyrir sig, skal gæta þess að tutla úr honum alla
þá mjólk, er sigin kann að vera til hans eptir að allt
júgrið var mjólkað, og því næst skola hann á ný úr
karbólvatni. Tilfæringarnar, sem notaðar eru við inn-
hellinguna, verða auðvitað að vera vel hreinar og skal
leggja þær í karbólvatn í hvort skipti, áður en þær eru
notaðar. E>að leiðir af sjálfu sjer, að sá, sem hellir í
júgrið, verður áður að hreinsa vel og vandlega hendur
sínar, helzt þvo sjer bæði úr sápu og karbólvatni.
Joðkalium-vatnið er búið til á þann hátt, að 7—
10 grömm — dálítið mismunandi eptir stærð júgursins
og kýrinnar — af joðkalium er leyst upp í 1 potti af
hreinu, sotJnu vatni, og er það skammtur handa einni
kú. Þess verður vel að gæta, að ílát það, sem lyfið
er leyst upp í, sje vel hreint og skal það fyrst skolað
innan úr sjóðandi vatni. Bezt er að það sje kanna með
stút eða flaska, til þess að hægara sje að hella úr því
í trektina. Þurfi að hræra upp í vökvanum, — sje hann
í flösku. nægir að hrista hana — má aðeins brúka til
þess hreina skeið, sem skoluð hcfur verið í sjóðandi
vatni. Eins og áður er getið, á vökvinn að vera um
40° C., þegar honum er hellt inn og skal sínum pelan-
um hellt í livern kirtil. Það skal tekið fram. að eng-
inn má dýfa fingri í vökvann, nema hann hafi þvegið
sjer fyrst rækilega úr karbólvatni.
Þegar nú búið er að hella inn í júgrið og nudda
það rækilega, skal sjeð um, að kýrin liggi náttúrlega
*) í stað karbólvatns (3—100) má nota lysólvatn, sem báið er
til á, sama hátt.