Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 113
109
með alla fætur dregna inn undir sig; liggi kýr lengi
á hliðinni, er hætt við að þær þembist upp. Svo skal og
gæta þess, að þær liggi svo með hausinu, að slefan geti
runnið út úr þeim; annars getur hún sogast niður í
lungun og valdið lungnabólgu. í fjósinu vcrður að vera
hlýtt og loptgott; sje ekki vel hlýtt, má leggja ábreiðu
á kúna. Þannig á kýrin að liggja og má ekki mjólka
hana, fyrr en veruleg breyting er á orðin.
Skömmu eptir að lækningatilraunin hefur verið
gjörð, fer að koma breyting á útlit kýrinnar; hún fer
að lifna við, verður fjörugri í augunum; eyru, horn og
fætur fara að hlýna aptur og líkamshitinn vex yíir höf-
uð. Loks fær hún fulla meðvitund aptur, getur haldið
höfði, rís á fætur og fer að jota. Skal þá farið undir
hana og mjólka úr júgrinu það, sem í því kann að vera;
opt er það þá ekki meira en góður kaffibolli, cn eptir
nokkra daga nær kýrin sjer að fullu og kemst í vana-
lega nyt.
Það er þó talsvert mismunandi, hve langur tími
líður frá því, að joðkalium-vatninu er hellt i júgrið,
þangað til kýrin rís á fætur. Af eptir-fylgjandi töflu,
sjest, að af 1134 kúm risu upp:
eplir kl.st.
tala
7
0
1-6 6—12 12—18 18--24 24—36 36—48
90 512 222 150 81 34
7,08 45,15 19,57 13,22 7,14 2,99
64,72
yíir48
45
3,97
Flestar rísa þær upp eptir 6—18 klukkustundir,
eða um 2/8 hlutar allra sjúklinganna, eins og sjest á
töflunni. Ef þess er injög lengi að bíða, að breyting
verði til batnaðar, má endurtaka innhellinguna í
júgrið.