Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 116
112
veikar, og að því er doðann snertir, væri það líka
heppilegast. En því miður er það nú svo, að þær var-
úðarreglur, sem að gagni gætu komið samkvæmt eðli
doðans, hljóta að nokkru leyti að ganga í berhögg við
reglur þær eða aðferð, sem vjer höfum til þess að fá
sem rnestan arð af mjólkurkúnni. Beinasta og bezta
ráðið til þess að verjast doða, er að mjólka ekki kúna
fyrir burð, ef hjá því verður komizt, og þurrmjólka
hana ekki fyrstu dagana eptir burð; miðar þetta hvort-
tveggja til þess að draga fremur úr mjólkurframleiðsl-
unni, en auka hana. Það er auðvitað þvert á móti því,
sem opt hefur áður verið ráðlagt og alveg öfugt við
reglur góðra kúabænda, en það er samkvæmt eðli og
náttúrufari skepnunnar — kálfurinn þurr-sýgur aldrei
móður sína fyrstu dagana — og sem mest er um vert,
bezta ráðið samkvæmt eðli og uppruna sjúkdómsins.
Eptir nokkra daga, þegar kýrin er úr hættu, má herða
á mjöltunum, og auka þá líka gjöfina, en varast verður
að „gefa kúm til burðar“. Það sem hjer er sagt, nær
þó einkum til góðra kúa á bezta aldrei; með kvígur,
gamlar kýr og stritlur er ekki eins vandfarið. Þess
skal þó alltaf gætt, að loptgott sje í fjósinu, súg-
laust og ekki kalt.
Magnús Mnarsson.