Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 119
115
stóðu okki svo þjett, að eigi mætti smjúga á milli.
Meðal annara viðartegunda höfðu þeir til þessara garða
bæði pinjutrje og kýpressvið, ylli og fleira. Tíðastur af
öllu var þó álmur (ulmus campestris), sem vex víða um
öll Norðurlönd. Varró segir álm góðan girðivið og
laufið ágætt fjenaðarfóður. Auk þess höfðu þeir greín-
arnar til eldiviðar, og stofnana til að styðja vínviðar-
kræklurnar, sem gota eigi staðið einsamlar. Á votlend-
um stöðum höfðu menn einkum sjerstaka tegund af álm-
viði, og ýmsar víðitegundir.
Pess er víða getið í latneskum landbúnaðarritum,
að menn greindu lönd sín með því, að þeir grófu skurð
og fylltu með viðarkolum og tyrfðu síðan yfir allt sam
an. Einn hinna svonefndu kirkjufeðra, Árelíus Ágúst-
iuus (lifði ár 354—430 eptír Krist) fer svofelldum orð-
um um þessa kolaskurði: „Hversu aðdáanlegir eru eigi
eiginlcgleikar viðarkolanna, bæði hve brothætt þau eru,
svo að þau hrökkva í sundur, ef við þau er komið og
molna mjölinu smærra, hversu lítið sem á þau er þrýst,
og á hinn bóginn varanlogleiki þeirra, svo að engin
væta vinnur á þeim og enginn aldur feygir þau, og svo
varanlog eru þau, að menn grafa þau í jörð í landa-
merkjum sínum, svo að þau skeri úr ókomnum landa-
þrætum, þar sem gruna mætti að við jarðföstum steini
hefði verið hróflað.
Margir rómverskir búfræðingar ráða til þess í rit-
um sínurn, að planta lifandi limgarða, sakir þess, hve
ódýrir, hentugir og varanlegir þeir sjeu. Trje þau og
kjarrviði, sem til þess var haft, var bæði ódýrt og við
hendina. Varanlegleikinn var uærri því takmarkalaus
og þó þau brynnu til kaldra kola, þá uxu þau upp af
sömu rótum. Það var örsjaldan, að í þeim kviknaði og
það þó Rómverjar fornu hofðu þann sið, að bera blys
8*