Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 121
117
is, er hvergi um þau getið um allar miðaldirnar. Það
var fyrst í lok 14. aldar, að farið var að gróðursetja
þá að nýju á Englandi. í fornum lögum Norðmanna
er víða getið um merkigarða og viðhald á þeim, en þar
er hvergi eitt orð, sem bendi til lifandi girðinga.
Á Englandi og Skotlandi eru nú slíkir limgarðar
bæði mestir og beztir, rjettast gróðursettir og bezt við-
haldið. Yesturheimssendiherra einn, Stephenson að
nafni, fer um þetta þessurn orðum: „Það er eigi nema
satt og rjett í alla staði, að kalla England aldingarð
Norðurálfunnar, og það einkum fyrir þá sök, að öllu
landinu er skipt hyggilega, og það ræktað með reynslu
og þekkingu“. í hinni fyrstu bók, sem kom út á Eng-
landi um búnað, er nytsemi gróðursettra limgarða glöggt
og greinilega sett fyrir sjónir, og þar er jafnvel ná-
kvæm leiðbeining til að gróðursotja almennan hvítþyrni.
Það sjest og af öðrum ritum, að gróðursctning slíkra
garða var þá komin mjög vel á veg víðs vegar á Eng-
landi. Og þegar nú er farið um England, og þó farið
sje í fiuginu á járnbrautum, þá er þó eigi auðið annað,
en reka augun í það, að þessi hagsýna þjóð, sem lært
hefur að nota jörðina betur en nokkur önnur þjóð í
heiminum, gróðursetur enn sina gömlu limgarða, og er
eigi líklegt, að því hefði vcrið haldið áfram fram á þennan
dag, ef reynslan hefði eigi kennt, að slíkir garðar eru
að flestu leyti öðrum betri og hagfelldari.
Á Frakklandi eru þessir garðar fremur fátíðir,
nema í Normandí; aptur er Belgía sett lifandi limgörð-
um þvert og endilangt eius og kafladúkur, enda er það
land frægt fyrir iðn sína og landbúnað, og hver rækt-
aður blettur er þar afardýr. Á Hollandi eru þessi gerði
einkum í Limborgarbjeraði; það er fræg kúasveit, og
bændur hafa þar tekið eptir því, að búsmali þrífst bet-