Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 122
118
ur og gjörir meira gagn, þegar limgarðar skýla fjenu
fyrir ofhita í sólskininu og kulda, þegar blástur er
kaldur, og það er þar í ró. Á Þjóðverjalandi eru þessar
girðingar eigi mjög tíðar, nema í Holtsetalandi, og þar
þó einkum í hinum hálendu sveitum; þar eru líka girð-
ingarnar svo þjettsettar eins og heyflekkir á engi, og
vantar lítið á, að það land sje jafnoki Englands í þeirri
grein. Líkt er og í ýmsum sveitum á Þjóðverjalandi
norðan og vestan, einkum á lynghæðum Hannóvershjer-
aðs, sem farið er að rækta með miklu kappi nú á síð-
ari árum. í Salzborg, Kernten og á Steiermörk í Aust-
urríki hafa risið upp afarstór mjólkurbú nú á síðustu
tímum, og er nær eingöngu þakkað þeira fjölda af lif-
andi limgörðum, sem þar hafa verið gróðursettir. Á
Langbarðalandi eru þessar girðingar sömuleiðis mjög
tíðar.
Það er margreynt, að jurtagróður lifnar fyrr á vorin
og varir lengur á haustin innan slíkra girðinga, en ann-
arstaðar. Þær skýla líka jarðveginum og gjöra hann
frjóvari, hvort sem á honum þróast korn, gras eða aðr-
ar ræktaðar jurtir. Jörðin verður arðsamari og hækk-
ar í verði iniklu meir og fljótar innan slíkra garða, en
þar sem ógirt er eða girt almennum steingarði eða
skíðgarði. Limgarðarnir koma í veg fyrir blástur og
næðinga með sjálfum grassverðinum, ef þoir eru þjett-
fljettaðir og hindra gagnlegar lopttegundir frá að ber-
ast á burt, en slíkar lopttegundir leggur mjög upp af
jörðunni, einkum af áburði öllum; þær verða þá kyrrar
yfir sverðinum og koma niður með regninu og eru jurt-
unum hin bezta næring. Sama er um vatnsgufuna, sem
leggur upp úr jörðunni, að hún helzt lengnr yfir jurt-
unum og fær lengur frið til að næra þær, en ella mundi.
Með þessu móti má og fá bcztu nytjar af þurri jörð