Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 123
119
og sendinni. Það hefur og reynzt Englendingum svo,
að beitarfje þrífst að öllu betur innan slíkra girðinga;
það hefur betri ró til að bíta og eins til að hvíla sig.
Sláturfje íitnar skjótara og mjólkurfje græðir sig. Þar
er skjól fyrir vindum, sól og mývargi. Þar sem land-
kostir eru svo góðir og hagar svo þröngir, að mikill
fjenaður verður að vera á litlum bletti, þar er ómetan-
legur hagur að slíkum girðingum. Þegar landeigandi
eða leiguliði á Englandi ætlar sjer að rækta jarðarblett
til plægingar, þá er það einlægt fyrsta verkið, að gróð-
ursetja limgarð um blettinn. Og svo eru menn orðnir
vanir þessu, að það kemur engum til hugar að breyta
út af þvi. Og þó þarf girðinganna þar sjaldnast við,
til að verja sig ágangi af annara fje. Þær jarðir eru
og allar dýrara leigðar, þar sem akrar og engi eru
greind í skákir með limgörðum, heldur en þar sem að-
eins einn varnargarður er um alla landareignina. Þetta
er af því, að reynslan hcfur kcnnt mönnum, að skák-
aða jörðin gefur einum sjötta og allt að íimmta hluta
meira af sjer en hin, þó báðar sjeu jafnstórar og jafnvel
hirtar. Eptir þessu hafa þoir fundið nokkurn veginn
fastar reglur fyrir þvi, hve stórar skákirnar skuli vera,
og svo er leigumáli settur eptir því.
Þessar girðingar hafa þá kosti fram yfir allar aðr-
ar, hvort sem þær eru úr trje, hnausum eða steini, að
þær eru fegurstar og varanlegastar og engu dýrari.
Skíðgarðar eða riinlagarðar, sem algengastir eru á Norð-
urlöndum, eru bæði dýrari og bald-minni. Fyrst fer í
þá eigi alllítill viður; því næst eru þeir grautfúnir
eptir 12—15 ár. Moldargarðar eru líka bæði dýrir,
erfiðir og haldlitlir, og yfir þá flesta fara stórgripir, og
sauðfje yfir þá alla. Stungan í þá að upphafi er mjög
rnikið jarðspell, og þegar þeir hafa staðið nokkur ár,