Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 126
122
góður vermir, þá drepur dauða hrísið hið lifandi við
hliðina á sjer, og er þá illa að verið.
Það er alkunnugt erlendis, að geitur eða sauðfje
og viðarnýgræðingar eigi ekkert hlutskipti saman. Fjen-
aðurinn bítur af brumið og laufið, og ungviðið kulnar
þá út þegar í stað. Það þarf því að hafa nákvæmar
gætur á, að fjenaður komist eigi fyrstu árin að ung-
viðinu. Þ»etta hafa jafnvel Eómvcrjar til forna reynt,
því að Yarró segir, að leiguliðunum væri bannað að
hafa fjenað á því engi, sem girt var lifandi viði. Og
hvorki viðurinn nje fjenaðurinn hafa breytt náttúru
sinni á þessum tveim þús-hundruðum ára, sem síðan eru
liðin.
Viður sá, sem hafður er til limgarða, verður að
græðast út annaðhvort með sáðningu eða niðursetning.
Þær viðartegundir, sem græðast út við það, að „skjóta
rótum“, eru óhæfar til girðinga. Ræturnar ganga út
frá trjenu á alla vegu, og þar verður því runni í stað
garðs, sem er til skaða og ónota á allri ræktaðri jörð.
Líka verður að sneiða hjá þeim tegundum, sem að vísu
sá sjer sjálfar, en skjóta auk þess rótum; aptur á móti
er slíkur viður ágætur, þar sem skýla þarf fyrir sand-
foki eða græða upp auðnir.
Þær viðartegundir eru hafðar til garða, sem bezt
þola loptslagið, og eru auk þess brummiklar og helzt
þyrnóttar og bráðþroska; en auðvitað er hægra sagt
en gjört að fá þær; verður þá að notast við það, sem
skást er og gróið getur og á það verður siðar vikið.
Þær hríslur, sem í girðingar eru settar, verða að
vera jafngamlar allar saman. En þó þær sjeu jafn-
gamlar, þá er ekki víst, að þær sjou allar jafnþroskað-
ar eða jafnstórar, og vanalega eru þær það eigi. Það
er eigi ráðlegt, að setja stórar hríslur og smáar hverjar