Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 131
127
er þó ráðlegfc, að taka eigi upp meira í senn, en kom-
izt verður yfir að setja niður á 2—3 klukkustundum,
og þó er hyggilegast, að breiða yfir ræturnar, svo sog-
hárin þorni eigi um of.
Aðalskilyrðið fyrir þrifnaði þessara gróðursettu
garða er það, að jörðin sje góð og feit, annaðhvort af
sjálfri sjer cða þá sökum hagkvæms áburðar, annað-
hvort gamallrar og rotinnar mykju eða annars jafngild-
is hennar. Nýja mykju má alls ekki hafa til þeirrar
teðslu. Með allri sjávarsíðunni liggur fyrir gnægð af
hinum ágætasta áburði, þó þeirri afarríku auðsuppsprettu
sjc hjer um bil ails enginn gaumur gefinn á íslandi enn
sem komið er, og þó má sýna og sanna, að sjórinn
leggur upp á strendur vorar margar miljónir króna á
ári hverju, sem vjer höfum hvorki vit, vilja eða menn-
ingu til að hirða, og hefur það þó margsinnís verið
brýnt fyrir íslendingum, bæði í tímaritum og blaða-
greinum. Pó kvarta menn yfir fátækt á íslandi. Nei,
vjer leggjum oss uú eigi niður við slíkt, en vosalings
Frakkar og aumingja Englendingar neyðast til að hag-
nýta sjer það. En þeir láta sjer það enga lægingu
þykja, og aka upp á lönd sín hverjum þangsleðanum
eptir annan og bera á tún sín og akra, og skera upp
í staðinn miljónir króna. Þetta hafa Norður-Frakkar,
Englar, Skotar og einkum eyjaskeggjar í Bretlands-
sundi gjört sjer að mat um margar aldir. Og margar
sveitir á vesturströndum Hollands norðan til myndu
vera lítt ræktaðar, ef þanglausar væru og áburðinn svo
vantaði. Þær jarðir, sem þangtekju hafa, eru og hálfu
dýrari þar en hinar, sem þanglauaar eru, þótt þær sjeu
jafnar að öllu öðru.
Menn hagnýta sjer þangið á þann hátt, að það er
borið undan sjó og kastað í dyngjur, og rotnar það þar á