Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 133
129
upp úr skurðinum, verður að snara burt, og sjeu þar
klappir fyrir eða stórgrýti, verður að kljúfa það eða
sprengja og færa á braut.
Þessi störf verður öll að gjöra að kaustinu og setja
svo hríslurnar niður að komandi vori. Bn viðvíkjandi
niðursetningunni þarf að ýmsu að gæta, sem aldrei er
ofbrýnt fyrir mönnum. E>að er t. a. m. almenn trú, að
allar jurtir, bæði trje og annað, skuli setja niður svo
snemma að vorinu, sem því verður niður í jörðina kom-
ið. Þetta er slæm trú og hefur víst gjört mörgum
manni skaða. Það er eigi nóg, að klakinn sje úrjörð-
unni, þegar hríslurnar eru settar niður, kalda klaka-
vatnið verður líka að vera sígið úr, og jörðin þornuð
og ylnuð, og það verður eigi fyrr en minnst hálfum
mánuði eða þrem vikum eptir að klakinn er horfinn úr
jörðinni. Þó fer slíkt allt eptir jarðlagi og árgæzku.
En bæði af þeim sökum, og eins af hitamun milli sveita
og hjeraða, þá er enginn kostur þess, að kveða á um
neinn tima til niðursetninganna. Jörðin getur verið
þurr og hlý annað vorið á sama tíma, sem ís er í jörðu
og á hitt vorið. Þess má geta, að menn hafa það lag
í ýmsum stöðum á Englandi, að setja niður kartöflur
eitt eða tvö ár á þoim stað, sem síðar á að gróðursetja
limgarð. -Sá áburður, sem nægir jarðeplunum, nægir
lika viðnum, og þær hreinsa jarðveginn og búa hann
vel undir gróðursctninguna.
Það er auðskilið mál, að eigi tjáir að gróðursetja
við á vatnsaga-jörð eða í leirfor og kalda-vesli fyrr en
slík jörð er ræst og þurkuð. Algildar reglur fyrir slíkri
ræsingu verða eigi settar, og það er því minni þörf
þeirra á íslandi, sem vatnsræsis-skurðir á síðari árum
eru orðnir all-almennir þar í landi. Þó má hjer geta
þess, að reynslan hefur kennt, að sje vatnið leitt brott
Búuaöarrit XIII. 9