Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 136
132
4—5 fet á hæð. Þess verður að gæta þegar við fyrstu
klippingu að neðstu liinarnar sjeu eigi særðar; sjeu
þær þegar orðnar svo langar, að þær mæni upp yfir
afklippinginn, þá verður að skjóta þeim á ská inn á
milli næstu lima, sem þvingunarminnst og haganlegast;
það má líka sveigja þær niður í jörðina, og hylja svo
nokkurn hluta af bugðunni með mohl, svo að bugðan
komi svo sem tvo þuml. niður í jörðina, þar sem lengst
er. Moldin getur þó eigi haldið greininni niðri í jörð-
unni einsaman, og því verður að halda henni niður með
hælum, sem eru ldofmyndaðir. Þessar greinir, sem
þann veg eru faldar moldu, skjóta síðan rótum, og við
það þjettist gerðið neðan til, og verður það þannig til
hagnaðar. Um leið og gerðið hækkar, þá verður líka
að gæta þess, að láta það halda þykkt sinni neðan til,
svo að það sje þar 2^2—3 fet. Svo er gerðið látið
þynnast eptir því sem ofar dregur, svo þegar búið er
að ldippa það, er það í laginu sem hvass húsmænir, eða
eins og saumhögg eða meitilsegg. Þegar gerðinu er
haldið með þessu lagi, þá fær það allt jafnt gagn af
sólarljósinu, annars eigi. Limgarð má og yngja upp,
einkum þann, sem er af hvítum þyrni og stendur á vel
ræktaðri jörð, og með árafjöldanum verður eigi hjá
slíkri uppyngingu komizt. Það er farið þannig að því,
að neðan til í limgarðinum er stýft af þeim greinum,
sem elztar eru og helzt liggur við að deyji fljótast út,
og við hlið þeirra eru nýir smáviðarteinungar gróður-
settir. Stýíinguna má bezt gjöra með garðasög, sem
líkist hornasög, en er í við stærri. Svo verður að hafa
limskæri við hendina og hníf. Bn þess ber að gæta,
að þá stúfa, sem eru J/s Þuml- að þvermáli, og
þaðan af gildari, verður alla að rjóða með gráum olíulit.
Þetta uppyngingarstarf er ávallt gjört á haustin. Sje