Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 137
133
jarðvcgurmn feitur, þá koma nýjar greinir á klipptu
hliðinni á tveim eða þrem árum og þá má fara eins
að með hina hliðina. Sje svo gerðið ldippt og stýft
vandlega, verður það með tímanum jafnvel betra og
þjettara en það var fyrir uppynginguna.
Af því, sem nú þegar hefur verið sagt, munu þeir
menn hafa fengið nægilega leiðbeiningu, sem löngun
hafa til að reyna gróðursetning limgarða hjá sjálfum
sjer; reynslan mun og brátt kenna þeim, hversu bezt
megi haga til með gróðursetning limgarða, en það verð-
ur þó aldrei brýnt nógsamlega eða uin of fyrir mönn-
um, að leggja eigi árar í bát í þessu sem öðru, þó fyrstu
tilraunirnar misheppnist, og það þó þær sjeu gjörðar
bæði skynsamlega og af þekkingu.
Ennþá er eptir að ncfna þær viðartegundir, sem
icynzt hafa harðgjörðastar og ókulvísastar og eru að
öðru leyti hæfar til limgirðinga. Pær eru með ýmsum
hætti og hefur hver sín einkenni.
Cratægus oxyacantha. Hann kalla Norðmenn og Danir
hvítþyrni; Svíaraptur hagaþyrni. Hann vex sjálfala í suð-
ursveitum Noregs og allt að því 800— 900 fet yfir sjávarmál.
Á vesturströnd Norcgs vex hann sjálfala allt að því norð-
ur á móts við suðurströnd íslands eða'á mitt 63 mæli-
stig. Ræktaður þrífst hann norður eptir öllum Noregi.
Og sumar tegundir hans blómgast hvert ár og sá sjer
í Niðarhólmum og norður á Hálogalandi, meir en 20
mílum fyrir norðan Grímsey. Og þar norður frá, — og
þó loptslag sje þar enn kaldara en að venju upp til
sveita á íslandi, að minnsta kosti á Suður- og Yestur-
landi, — skýtur hann nærri álnarlöngum öngum á hverju
sumri og ber þroskað fræ, sem þeir uorðurbyggjar sá