Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 142
138
leyti þolnari og harðgjörðari og or settur hvössum brodd-
um („þyrnibroddum“).
Stærstu trjen af þeim, sem sáð var til 1855 í
Kristjaníu og komu upp 1858, eru nú 7’/* álnar há og
stofninn um 8/4 alin að ummáli.
Nú á síðari árum hefur fjöldi ungviðis og fræs af
þessari tegund verið gróðursett og sáð víðsvegar um
Noreg. Þessi tegund þrífst þar ágætlega 1000—1100
fet yflr sjávarflöt, og ber þroskaðan ávöxt á 70. mæli-
stigi norðlægrar breiddar, og iifir þó enn norðar og
dafnar vel. Þar sem kaldast er, lánast bezt að setja
niður tveggja ára gamalt ungviði. Þó verða trjen þar
stundum fjögra álna há, áður þau ná að blómgast, það
er þar sem kaldast er. Þeir ala og frætrje þar norð-
ur frá, eins og við ölum rófufræmæður, sem eru til þess
eina ætlaðar, að fá fræ af til sáningar. í Svíþjóð þrífst
þessi þyrnir og ber ávöxt norður á 65. mælistig, það er
móts við mitt ísland.
Þessa tegund telja Norðmenn hagfeldasta og hæf-
asta til limgarða af öllum viðartegundum, sem þeir
hafa reynt, og það er eigi að efa, að hver ræktaður
blettur verður umgirtur með honum þar í landi með
tímanum og þoss varla langt að bíða. Það hafa eigi
verið gjörðar neinar tilraunir með að gróðursetja þessa
tegund hjá íslendingnm, svo kunnugt sje, og á skýrslu
Schierbecks landlæknis í Bmf.tíinar. 1886 sjest eigi, að
hann hafi reynt til við hana, eða eigi vorið búinn að
því þá. Það er því óreynt, hvort hún vex hjá oss, en
það eru þó öll líkindi til að svo sje, oinkum þar scm
hún kemst af með svo skammt sumar. Það væri að
minnsta kosti mesta nauðsynjaverk, að gjöra tilraunir
og helzt á fleiri stöðum en einum upp til sveita. Að-
ferðin við sáning og gróðursetning þessarar tegundar