Búnaðarrit - 01.01.1899, Qupperneq 145
141
eru svo látnar standa tvö ár í desinu og síðan eitt ár
í gróðrargarðinum, og þar látnir vera 6—8 þuml. mill-
um hverra tveggja plantna í röðinni. Næsta vor þar á
eptir eru þær gróðursettar í limgarðinn, þar sem þær
svo eiga að vera, og þar hafðir 6— 7 þuml. á milli
þeirra. Berberisviður þrífst sæmilega í þurrum og grýtt-
um jarðvegi, þó er sandblendin mold betri, og kalk-
kennd jörð þó bezt. Á þriðja vori frá gróðursetning-
unni í gerðinu er ungviðið klippt, og síðan farið að
með öllu, sem með hvítþyrni, eins og þegar var sagt
að framan. Það má líka setja niður afhöggnar greinar
af þessum viði, og þær skjóta þá síðan rótum frá sjer.
Greinarnar eru hæfilega langar til niðursetningar, að
þær sjeu svo sem */, alin, og settar svo djúpt, að eigi
standi upp úr jörðunni meira en 2 þuml. Það er svo
tíðast óhætt að gróðursetja þessar greinar í limgarðinn,
þegar þær eru tveggja ára gamlar.
Þess var fyrr getið um hvítþyrnigirðingarnar, að
þær gætu orðið til prýðis, eigi siður en gagns. Þetta
má engu síður segja um berberisviðinn. Af honum er
ein tegund, sem er með dumbrauðum laufum (Berb.
vulg. atropurpurea). Þegar gerðið er orðið nægilega
hátt, þá eru angar af rauðu tegundinui græddir á stinn-
ar og öflugar hríslur í garðinum, sem látnar hafa verið
standa eptir óklipptar, eins og um var talað á hvít-
þyrnigarðiuum. Svo eru laufkrónur þessara uppstand-
ara klipptar eptir geðþekkni eigandans, eins og hnúðar
eða rokkbrúður eða því um líkt.
Þessi gerði, sem þannig eru skreytt, verða þeim
mun fegurri en hvítþyrnisgerðin, sem hnúðarnir eru
allt af frábrugðnir gerðinu að lit og því alltaf jafn-
fagrir, frá því lauf kemur á gerðið á vorin og til þess
það feilur á haustin, en hinir hnúðarnir eru þann einn