Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 147
143
ræktar að svo komnu. Pað þótti því rjettast hjer að
gcta um aðferðina við gróðursetningu lians og helztu
eiginlegleika, ef vera mætti, að bændur upp til sveita
vildu reyna annarstaðar.
Bosa rubra. Rósviður þessi þróast sjálfala í suð-
urhluta Noregs, og er gróðursettur um Noreg endilang-
an með ströndunuin langt norður fyrir ísland. Þessi
viður er þyrnóttari hverjum viði, og fáir óboðnir gestir
munu hætta sjer að smjúga gerði, sem af honum er
gjört. Hann lifir og í ófrjóvum jarðvegi, og er því
einkar hæfur til girðinga, þar sem haun þolir loptslag-
ið. Þessi viður er græddur út að eins með sáningu
og cr ávöxturinn tekinn á haustin og marinn í trogi
með slcif eða trjehnyðju eða þess kyns verkfæri og svo
þvcginn. Sje fræið þurkað og því sáð að haustinu,
liggur það lJ/2 ár í jörðunni áður það komur upp. En
sje farið með það eins og sagt var að fara mætti með
hvítþyrnisfræið, þá kcmur það upp á næsta vori eptir
að því var sáð. Við desið er höfð öll hin sama aðferð,
sem við hvítþyrninn. Næsta ár er ungviðið flutt í gróðr-
argarðinn, og árið þar eptir má gróðursetja það í gerð-
ið, og hafa millibilin 6 þuml. Að öðru leyti er aðferð-
in öll hin sama sem við hvítþyrni, og þarf einkum að
hafa vakandi auga á því við fyrstu klippingarnar, að
gerðið verði sem þjettast neðst.
Tilraunir Schierbecks landlæknis hafa sýnt, að þessi
viðartegund þroskast sæmilega á íslandi, og er það að
vonum, þar sem villirós, sem mjög er skyid þessari
rósategund, vex þar sjálfala; hún vex óræktuð í kletta-
skoru hjá Seljalandi undir Eyjafjöllum á 63° 36' n.br.,
þar sem hún ber fullþroskaða ávexti ár hvert; mundi
vera tilvinnandi að sækja þangað fræ og hafa til út-
sæðis, og það er því heppilegra, að reyna sáningu þess-