Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 150
146
mcð hann. Þessi viður verður um 10 álna hár og 10
þuml. að þvermáli.
Þessi viðartegund er sögð mjög harðfeng, eigi mjög
þyrnótt, en viðurinn ákaflega seigur, og því gott girð.
ingarefni; hann er og notaður til þess víða á Eng-
landi.
Þessi viður eykur kyn sitt mcð því að fella fræ
og sá sjor, og um gróðursetningu hans er allt hið sama
að segja og alls hins sama að gæta, sem sagt var um
hvítþyrninn hjer að frainan.
Það er vansjeð, að þessi tegund geti þrifizt á ís-
landi, og tilraunir Schierbecks með náskyldar tegundir
hafa reynzt illa. Þó hefur þótt rjettast að geta hans
hjer, ef vera mætti, að hann gæti þriflzt, og ókulvís
hefur hann reynst annarsstaðar. 1 Reykjahveríinn í
Mosfellssveit mundi hann eflaust dafna ágætlega.
Ligustrum vulgare. Lígústviður vex sjálfala í Nor-
egi sunnanverðum, en er ræktaður norður eptir öllu
landinu, norður á móts við mitt ísland, og lifir þar og
þróast vel, en vex með mestu hægð og seiglu. Kulda
þolir þessi viður meiri cn nokkurn tíma verður á ís-
landi, en þó getur verið, að sumarið verði á stundum of
kalt fyrir hann, en naumast í vel flestum árum; þar
sem haun fær að vaxa sjálfur, verður hanu um 5 álnir
á hæð.
Þessi viður er eigi neitt moldarvandur, en þrífst
þó auðvitað bezt í velræktaðri jörð. Honum verður
minna um klippingu en flestum öðrum kjarrviði, og
þjettist af sjálfum sjer við klippinguna eina saman bæði
efst og neðst án nokkurar frokari aðgjörðar og verður
þjettari, en nokkur kjarrviður annar. Yiðurinn er harð-
ur, seigur og hvítur, og nýju angarnir ársgömlu eru
mjög hafðir í hina allra-smágjörðustu vandlaupa. Þegar