Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 153
149
ursetningar eru hentastir bútar af siðustu árs öngum,
og heizt einungis af þeim helmingi angans, sem nær er
stofninum. Hann er þá skorinn í 12 þuml. langa búta.
Hessir bútar eru svo settir niður í gerðið, þar sem þeir
eiga að vera, og verður jörðin auðvitað að vera vel
undirbúin, pæld vel og á hana borið eptir þörfum, eins
og áður er sagt. Það flýtir mjög fyrir bútunum að
skjóta rótum, ef þeir eru látnir standa í 5—6 þuml.
djúpu vatni daginn og nóttina áður en þoir eru settir
niður. Bezt cr að merkja fyrir við niðursetninguna
með mælibandi, og er þeim hæfilegt millibil rjettir
6 þuml. Bútarnir eru settir svo niður, að blaðaugun
snúi upp, og af bútnum er hæfilegt að láta 2 þuml.
standa upp úr jörðunni, eins og á flestum gróðursettum
greinum. Með því að merkja fyrir, verður jafnlangt á
milli allra bútanna, og gróðursetningin öll snotrari og
verklegri. Fyrir hvern bút er rekiu hola með trjetitti,
eu holan má eigi vera dýpri, en búturinn er langur til,
og því er bæði varlegra og fljótlegra að marka glögg-
lega á tittinum 10 þuml. enda, sem svo er rekinn nið-
ur í jörðina upp að morkinu. Þegar búið er að setja
niður, verður að vökva aila bútana, og eins fyrst í stað,
ef þurrviðri gcngur, og hætta því eigi fyrr en hinir
niðursettu bútar sýna á sjor glögg lífsmerki. Það verð-
ur að hreinsa vel, rcita og losa moldina kringum niður-
sctninginn fyrsta sumarið, og eins síðar, ef þörf krefur.
Þá verður og að setja merki við þá, sem gróa eigi, og
8etja þar þá nýja á næsta vori. Tvö fyrstu sumurin er
eigi hreift við gerðinu, svo að ræturnar fái næði til að
þroskast sem bezt. En á öðruhausti eptir gróðursetning-
una er gerðið klippt svo náið, að eigi standi eptir nema
3—4 þuml. Þá kemur fjöldi nýrra anga á næsta vori,
og við það þjettist gerðið stórum niður við jörðina. Svo