Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 154
150
er klippingu og allri hirðingu haldið áfram næstu ár,
eptir þvi sem áður er fyrir sagt, þangað til gerðið er
orðið hæfilega hátt og þjett. Efri greinarnar eru líka
fljettaðar saman, eins og hinar neðri, en hinar efri ganga
auðvitað meira upp á við um leið og þær ganga út
á við.
Það verður eigi með vissu sagt, hve gamall víðir-
inn þarf að vera til þess að árs angarnir verði svo
langir, að úr þeiin megi fljetta. Það verður reynslan
að sýna. Sjeu ársangarnir óeðlilega skammir eða óveru-
legir, þá vantar jarðveginn áburð, og verður þá að bæta
úr því með vel rotnum áburði, sem blandað sje vand-
lega saman við moldina. Þegar svo langt er komið, að
fara megi að skera sjer til arðs af gorðinu, þá eru árs-
angarnir klipptir af í miðjum október, og þeim kastað
í 3—4 köstu eptir leugd. Þoim öngum öllum er kast-
að burt, sem hliðargreinar eru á, því að þeir verða eigi
notaðir til þess að riða úr vandlaupa eða neitt annað.
Því næst eru greinarnar lagðar í vatn og látnar standa
á gildara ’endann, svo að vatnið nái svo sem 6 þuml.
upp á þá. Þetta verður að gjöra í húsi, þar sem eigi
sje minni hiti en 8—9 stig Reaumúr. Við þetta losnar
börkurinn, og er hann strokinn af með dálítilli klofa-
spýtu úr seigum og hörðum viði, líkri í laginu og þvotta-
klofar, og sá einn munur á, að klofaarmarnir verða að
vera dálítið eggmyndaðir innanvert, þar sem þeir á
þvottaklofum eru sljettir. Síðan oru angarnir breiddir
á gólfið í þunnt lagt, þegar búið er að afberkja þá;
svo verður að snúa þeim við hvað eptir annað, og þetta
verður allt að gjöra á björtum stað og loptgóðum, svo
að þeir þorni sem allra-fljótast, því að þar við liggur
lífið kattarins; annars vcrða angarnir ineira eða minna
móleitir, og það fellir af þeim hálft verð. Börkinn má