Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 156
152
indi af vandlaupa-víði, og þykir það cnn arðsamara, cn
að rækta vín og tóbak, og mætti þó ætla, að vín og
tóbak gæíi laglegan skilding af sjer, þar sem það þrífst
jafnvel og í þessum löndum. Á Norðurlöndum hefur
fremur lítið verið ræktað af girðivíði hingað til, en nú
hafa Norðmenn þotið upp til handa og fóta, og garð-
yrkjumennirnir ráða þjóðinni til að eiga sjálfir þær 108
þúsundir króna, sem þeir gáfu út úr landinu fyrir girði-
við árið 1889, og hefur þó stundum áður verið meira.
Það er og allar líkur til, að girðivíðiræktun geti orðið
Norðmönnum uppspretta hinna mestu auðæfa með
tímanum, og gjört fjölda manna stórauðuga.
Þar sem girðivíðir þróast vel, þykja og öll líkindi
til, að hann sjo ágætur til að stemma stigu fyrir á-
gangi vatna og landbroti af þeim. Það er þá farið svo
að, að bakkinn er jafnaður niður að vatninu, svo að
hann sje lítið aflíðandi, og þar svo gróðursettir anga-
bútar í hallandanum á sama hátt og gjört var við garð-
inn. Nái nú víðirinn að þroskast, er hann hin bezta
vörn móti ágangi, því að geti straumurinn eigi komizt
undir hann, og við því verður að sjá, með því að láta
brekkuna ná nógu laugt niður, þá vinnur ekkert á víð-
inn. Auðvitað er einsett röð eigi nóg; þær verður
að hafa margar, og svo langt á milli þeirra, að komizt
verði að, að klippa þær síðar. Þar scm stórvötn leggj-
ast að með alefli, þar dugar þetta eigi, og þá verður
því að neyta annara bragða, ef nokkuð verður á annað
borð við það ráðið.
Því miður lítur svo út af tilraunum Schierbecks
landlæknis, sem þær víðitegundir, sem hann hefur reynt,
sjeu miður hæfar tii ræktunar á Islandi. En af því,
að þessi viður er mjög harðgjör að öllu eðli og allra
viða arðsamastur, þá væri hin næsta þjóðarnauðsyn, að