Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 159
Ekki keypt eða óuppskorið.
Þegar ísland er borið saman við önnur lönd, að því er
snertir blaða- og tímaritafjölda, getnm vjer ekki ncitað
því, að vjer stöndum tiltölulega framarlega; og flest af
timaritum vorum eru þannig úr garði gjörð, að þau eru
ætluð alþýðu manna til lesturs, leiðbeininga og fróð-
leiks. Alinenningur hjer á landi er því talsvert vel
settur í þessu efni og það þeim mun betur, sem flest
tímarit vor standa öðrum tímaritum af sömu tégund
alls ckki að baki. Þau hafa optast haft að færa fleiri
og færri fróðlegar og þarflegar ritgjörðir, er að miklu
gagni mættu verða, en hvort þær gjöra það, er annað
mál.
Yflrleitt mun óhætt að segja, að flestir þeir, sem
skrifað hafa og slcrifa fyrir alþýðu, leggi sig í fram-
króka um það, að hugsa upp holl ráð og þarfar bend-
ingar og spreyti sig á því, að koma að þvi svo skýr-
um og skilmerkilegum orðum, að lesendurnir geti skilið
það og fært sjer það í nyt, og ekki þarf að ásaka þorra
manna fyrir það, að þeir sjeu svo illa bænabókarfærir,
að þeir geti ekki lesið og skilið skýrt skrifað mál.
Það virðist því vera næg skilyrði fyrir hendi til