Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 161
157
í ritum og ræðum og vitanlega er það selt svo ódýrt,
að hverjum fátæklingnum er ekki ofvaxið að eignast
það. En hvernig er nú tekið á móti ritinu af þeim,
sem það er stílað tii ? Fljótsvarað, þannig, að þótt
það sje bók, sem gefln er út með miklum styrk, og
mesta útbreiðslu ætti að geta haft hjer á landi — næst
guðsorðabókum, — þá hefur útgcfandinn þó orðið að
hugsa sig tvisvar um á hverju ári, síðan hann fór að
gefa það út, hvort hann ætti að halda því áfram eða
gæti það sjer að skaðlausu. Og vist er uin það, að sum
árin hefur hann tapað á því að mun. Svona er nú
„Búnaðarritið11 keypt. En hvernig er það losið? —
Margir eru auðvitað þeir heiðursmcnn, sem líta i og
lesa „Búnaðarritið", en yfirleitt mun það vera losið eins
og skrattinn les biblíuna. Síðan jeg fór að skrifa í
ritið um húsdýrasjúkdóma hef jeg valið á hverju ári
það, sem þá einkum hcfur vcrið á dagskrá hjá almenn-
ingi og jeg því ímyndað mjcr, að búendur hefðu einna
mestan áhuga á og gagn af að vita eitthvað um. Það
hefur iíka sýnt sig á þann hátt, að árið eptir hefur
rignt að injer skriflegum fyrirspurnum nákvæmlega um
það sama efni, sem jeg hafði oytt mörgum blaðsíðum í
„Búnaðarritinu“ til að útlista og það oins skýrt og jeg
hafði bezt vit á. Það hofur auðvitað verið undur hægt
að skrifa aptur og benda til „Búnaðarritsius", en hálf
hvumleitt er það til lengdar; og vel má vera, að það
hafl að engu gagni komið, því að mest af upplaginu
hefur þá legið í skranklefum hjá Sig. Ivristjánssyni hjer
í Reykjavík.
Ekki mega menn ætla, að allar í’yrirspurnirnar hafi
komið frá lítt læsum eða óbókfróðum mönnum; sumar
hafa vorið frá skólagengnum mönnum, er áhuga hafa