Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 168
164
búnaðarfjelagi íslands og enga menn kosið til búnaðar-
þingsins; fyrir því voru 2 menn kosnir í þeirra stað og
því næst var kosim* forseti H. Kr. Friðriksson yfirkonn-
ari, varaforseti J. Havsteen amtmaður, stjórnarncfndar-
mcnn: Biríkur Briem og Þórhallur Bjarnarson, vara-
stjórnarnefndarmenn: Tryggvi Gunnarsson og Þorlák-
ur Guðmundsson. Soinna kaus stjórn fjeiagsins garð-
fræðing Einar Helgason og búfræðing Sigurð Sigurðsson
fyrir ráðanauta fjelagsins.
Lög fjelagsins eru þessi:
1. gr. Fjelagið heitir „Búnaðarfjelag íslands“. Til-
gangur þess er að efla landbúnað og aðra atvinnuvegi
landsmanna, er standa í nánu sambandi við hann.
2. gr. Fjelagi getur hver sá orðið. er styrkja vill
tilgang fjelagsius, hvort sem það eru einstakir menn eða
búnaðarfjelög, og gengur formaður fjelagsins í þeirra
stað. Hver fjelagsmaður fær eitt eintak af skýrslu fje-
lagsins, kostnaðarlaust sent, svo og þær bækur, er stjórn
fjelagsins ákveður að útbýta skuli meðal fjelagsmanna.
Hver fjelagsmaður, sem er 21 árs, hefur rjett til að
greiða atkvæði á fundum fjelagsins og gjöra tillögur
um málefni fjelagsins, er taka skal til umræðu á bún-
aðarþingi fjelagsins.
3. gr. Tillag til fjelagsins er 10 kr. í eitt skipti fyr-
ir öll, ef um einstaka fjelagsmenn er að ræða, en fjc-
lög greiða 10 kr. á hverjum 10 árum.
4. gr. Aðalfundur fjelagsins skal haldiun í Reykja-
vík annaðhvort ár, þegar reglulegt alþingi er haldið, á
þeim tíma, er búnaðarþing fjelagsins ákveður. Forseti