Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 169
165
fjelagsins boðar til fundar með tveggja mánaða fyrir-
vara, og skal fundarboðið auglýst á sem baganiegastan
hátt. Á aðalfundinum ræður afl atkvæða. Þar skal
skýra frá framkvæmdum fjelagsins og fyrirætlunum,
ræða búnaðarmálefni og samþykkja tillögur, er fundur-
inn óskar að búnaðarþing fjelagsins taki til greina.
Aðalfundurinn kýs, auk fulltrúa til búnaðarþingsins, tvo
yfirskoðunarmenn og tvo úrskurðarmenn, og gildir kosn-
ing þeirra um 4 ár. Það ár, sem aðalfundurinn er eigi
haldinn, skal halda ársfund, og gildir um hann hið sama
sem um aðalfund, að því undanteknu, að þar fara eng-
ar kosningar frarn.
5. gr. Búnaðarþing fjelagsins er skipað 12 fulltrú-
um, sem kosnir eru til 4 ára. Aðalfundur kýs 4 og
amtsráðin sína 2 fulltrúa hvert fyrir sig. Þegar hin
fyrstu tvö árin eru liðin, ganga úr búnaðarþinginu ept-
ir hlutkesti tveir þeirra, sem aðalfundur hefur kosið, og
annar þeirra, sem hvert amtsráð hefur kosið, og skal
þá kjósa fulltrúa í stað þeirra. Að 2 árum liðnum
ganga úr hinir, sem eptir eru, o. s. frv., annar hluti
búnaðarþingsins annaðhvort ár. Ef fulltrúi gengur úr
þinginu eða fellur frá, skal kjósa mann í stað hans
fyrir þann tíma, er hann átti cptir að vera í búnaðar-
þinginu.
6. gr. Búnaðarþingið skal halda annaðhvort ár, þeg-
ar alþingi er haldið, og er fundur þess lögmætur, þeg-
ar 8 eru á fundi. Búnaðarþingið hefur æðsta vald í
fjelagsmálum og ræður afl atkvæða. Búnaðarþingið kýs
forseta og varaforseta fyrir fjelagið til tveggja ára.
Það skipar stjórnarnefnd, og sitja í henni auk forseta
2 menn, er búnaðarþingið kýs; auk þess kýs það stjóru-