Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 171
167
9. gr. Skrifari annast brjefaskriptir eptir tilmælum
forseta og undirskrifar með honum brjef frá fjelaginu.
Hann heldur fundarbók á búuaðarþinginu, aðalfundi og
stjórnarnefndarfundum, dagbók yfir brjef, er fjelaginu
berast, og brjefabók með eptirritun brjefa frá fjelaginu.
Hann geymir og skjalasafn fjelagsins.
JO. gr. Fjehirðir geymir peninga og cignarskírteini
fjelagsins; hann heimtir inn tekjur þess og greiðir af
hendi gjöld eptir ávísun forseta. Tekjur og gjöld skrif-
ar hann jafnóðum inn í sjóðbók fjelagsins, og semur
við hver árslok reikning yfir þau, svo og yfirlit yfir
allar eigur og skuldir fjelagsins; skal hann síðan af-
henda reikninginn forseta, er sendir hann yfirskoðunar-
mönnum.
11. gr. Yfirskoðunarmenu skulu rannsaka reikning
fjehirðis og gjöra athugasemdir við hann; þeir skulu og
árlega skoða sjóð fjeiagsins og öll eignarskírteini þess,
og rita á reikninginn vottorð þar að lútandi. Ennfrem-
ur skulu þeir kynna sjer, hvernig fjelaginu er stjórnað,
og gjöra athugasemdir um, hver árangur hefur orðið af
framkvæmdum fjelagsins.
Athugasemdum þeirra skulu þeir svara, er hlut
eiga að máli, og því næst skulu yfirskoðunarmenn gjöra
tillögur til úrskurðar. Búnaðarþingið segir álit sitt um
tillögurnar; því næst fella úrskurðarmennirnir úrskurð
um athugasemdirnar.
12. gr. Heiðursfjelaga má kjósa á búnaðarþinginu,
ef þeir hafa verið sjerstakleg fyrirmynd annara í bún-
aði, gjört sjerstakar framfarir í búnaði, veitt fjelaginu
gjafir eða á annan hátt verið sjerstakir styrktarmenn