Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 172
168
fjelagsins. Heiðursfjelagar þurfa eigi að greiða tillög,
en hafa sama rjett sem aðrir fjelagar.
13. gr. Sjóð fjclagsins skal ávaxta á fulltryggjandi
hátt og auka sem svarar 7ao tekjum fjelagsins á ári,
þó eigi um minni upphæð en tillög fjelagsmanna nema
ár hvert.
14. gr. Skýrslu um aðgjörðir fjelagsins og ársreikn-
inga þess skal prenta að minusta kosti annaðhvort ár
og út býta henni meðal fjelagsmanna ókeypis.
15. gr. Dagpeningar skulu greiddir fulltrúunum af
sjóði fjelagsins, 3 kr. á dag, fyrir þann tíma, er þeir
sitja á búnaðarþinginu. Ferðakostnað má eigi greiða af
fjelagssjóði.
16. gr. Þóknun til forseta, fjehirðis og skrifara veit-
ir búnaðarþingið, svo og til ráðanauta.
17. gr. Breytingu á lögum fjelagsins má gjöra á
þann hátt, að tillagan sje borin upp á búnaðarþingi. Ef
tiilagan er samþykkt með sainhljóða atkvæðum allra
þeirra fulltrúa, sem á fundi eru, fær hún lagagildi. Nái
hún að eins meiri hluta atkvæða, skal hún borin upp á
næsta búnaðarþingi, og öðlast þá gildi, sje hún sam-
þykkt þar með a/8 atkvæða allra fulltrúanna. Búnaðar-
þinginu má þó eigi breyta nema með samþykki aðal-
fundar og amtsráða.
ÁlíYarðanir til bráðabirgða.
1. gr. Lög þessi ná gildi, þegar þau hafaverið sam-
þykkt af búnaðarfjelagi suðuramtsins og einu eða fleir-
um amtsráðum, og það eða þau hafa samið um tillag