Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 175
171
einkum seinni hluta þess, og víðast hvar viðraði illa
um sláttinn. — Um haustið var tíðarfar yfirleitt hag-
stætt, stillt og fagurt veður og afbragðsgott norðan-
lands, optast logn og þurrviðri; í Skaptafellssýslum voru
rigningar og umhleypingar miklir seinni hluta hausts;
einnig óþurrkatíð mikil á Austfjörðum og þokur að vanda
eptir höfuðdag, en hægviðri. — Vetur var hægur og
blíður fyrst framan af, en litlu fyrir miðjan október
gerði ofsaveður; sunnanlands kom veður þetta úr suð-
vestri og urðu víða skemmdir á húsum og bátum; þá
tók upp samkunduhús „Oddfellowanna“ austanvert við
tjörnina í Reykjavík, og fauk langar leiðir; 4 skip
brotnuðu í Hýrdalnum, og sjávarflóð varð svo mikið á
Eyrarbakka, að elztu menn mundu eigi annað eins. Á
Eyjafirði fórust 4 bátar í lendingu og drukknuðu alls
12 manns; var það í mesta afspirnuroki á landnorðan
í nóvember. Fram til áramóta var veðurátta stirð um
veturinn, ofviðri, fannkomur og harðindi; urðu þá óvana-
lega mikil jarðbönn og hagleysur víða.
Ilafíshvoði var nokkur við norðvesturhorn lands-
ins og fyrir fjörðunum á Vesturlandi; gcrði og vart við
sig við Grímsey og barst inn á firði á Austurlandi í
apríl, en tálmaði ei til muna skipaferðum.
Ileyskapur var fram undir það í meðallagi yfir-
leitt. Vegna fannkomu og harðinda um veturinn frá
nýári var hagleysi mjög víða um land og gjafatími ó-
venjulega langur. Fór að brydda á heyskorti sunnan-
lands, vestanlands og norðanlands vestanvert þegar á
þorra, meðfram af því að heybirgðir voru litlar eptir
sumarið árið áður, sem var fremur vætusamt. í Rang-
árvallasýslu var algert bjargarbann frá þorra til góu-
loka og víða til páska, og almenn vandræði hefðu af