Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 176
172
því hlotizt, cf ekki hefði náðst í korn á Eyrarbakka.
í Döluin varð heyskortur því tiifinnanlegri sem engin
kornvara fjekkst i Skarðsstöð. — Grasspretta var í góðu
meðallagi, norðanlands jafnvel fremur í betra lagi, og
heyskapartíð hagstæð fyrri hluta sláttar og nýtingheyja
í góðu lagi. Óþurrkasamt seinnihluta sláttar, er spillti
mjög útheyskap. Hey hröktust þá víða vestanlands og
sunnan. Heyfengur var yfirleitt í góðu meðallagi; nýt-
ing góð á töðum, en í lakara lagi á útheyi.
Crarðyrkja heppnaðist misjafnlega sakir kulda og
rigninga. Kálgarðar brugðust algjörlega í Strandasýslu.
Kartöfluuppskera varð bærilcg í Vestmannaeyjum í
sendnum jarðveg, en með lakasta mótí í rökum moldar-
jarðveg.
Fjenaðarhöld voru yfirleitt í allgóðu lagi þó að
tíð væri slæm og heyskortur víða. Fjárskaðar urðu all-
miklir á Austurlandi í ofsaroki í febrúar; mistu þá tveir
bændur um 300 fjár í sjóinn.
Bráðafár gjörði víða vart við sig um haustið eptir
vanda, en þó var sýkin ekki kölluð mjög skæð. Eins
og árið áður var sent liingað bólucfni frá tilraunastöð
dýralækna i Kaupmannahöfn, en þó raildu meira cn
áður, og urðu bólusetningar talsvert almennar um land
allt. Ekki reyndist efni þetta eins hættulítið og það,
er búið var til sumarið ’97, og hafði bóluefnið þó verið
reynt erlendis og reyndist þar vel. Um haustið og
framan af vetrinum mun bólusett hafa verið yfir allt
land rúmar 40 þúsundir fjár og þar af drepizt um 2 af
hundraði, eða laklega það. Mest mun hafa drepizt af
því fje, er fjekk 0,03 gr. skammt, en minna eptir að
skammturinn var færður niður. Þö mun skainmturinn aldrei
bafa verið hafður svo lítill, að einhverjum kindum yrði ekki