Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 179
176
og rigninga. Sjávarafli var þar rýr sakir ógæfta, en
opt varð vart við síldargöngur.
Auk þess sem þilskipum fjölgaði þetta ár, bættust
og við gufuskip til fiskiveiða, éign íslenzkra kaupmanna;
þannig rak Þórarinn Tulinius, Wathne og Örum &
Wulffs verzlun flskiveiðar á gufubátuin fyrir austur-
landi og P. J. Thorsteinsson fyrir vesturlandi.
Einnig má þess geta hjer, að afarmikið fiskiveiða-
og verzlunarfjelag var stofnað á Yesturlandi, er hefur
aðalstöð á Patreksfirði, en keypti verzlanir víðar, bæði
Grams kaupmanns á Dýraflrði, Stykkishólmi og Ólafs-
vík og Björns Sigurðssonar í Flatey og Skarðsstöð.
Var það danskt hlutafjelag með 400,000 kr. stofnfje.
Hvalrekar urðu fáir þetta ár. Þrír reyðarhvalir
þrítugir náðust í Hornafjarðarós á grunni þar á ej'run-
um um fjörutímann. Einn rak á land á Presthólafjör-
um og annan á Eiðsreka fyrir Hjeraðssandi.
Þess má hjer geta, að þilskipaábyrgðarfjelagið við
Faxaflóa gjörði þá breyting á lögum sínum, að skip
skyldi einnig tryggja í vetrarlægi frá 1. september til
1. marz. Eru að eins 3 vetrarlægi notuð fyrir skip
tryggð í fjelaginu: Hafnarfjörður, Eiðsvík og Þerneyjar-
sund. Sjóður fjelagsins var við áramót 15000 kr. og
hafði fjelagið þó greitt 4350 kr. í skaðabætur fyrir
fiskiskútuna „Komet“, er týndist og aldrei kom fram.
Alls voru 32 skip tryggð í fjelaginu, 16 í fyrsta ogl6
í öðrum flokki.
Vcrzlun var mjög óhagstæð fyrir landsmenn þetta
ár. Útlend vara í rnjög háu verði einkum kornvara,
meðan á ófriðnum stóð milli Spánar og Bandaríkja, en inn-
lend vara að því skapi í lágu verði, einkum ull. Fje
var iiutt til Englands til slátrunar áður en á land væri