Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 182
178
Iíúnaðarfjelag Suðuramtsins átti við árainót uin
30,320 kr. Hafði varið rúmum 1100 kr. til launa
handa búfræðingum og til styrkveitinga um 1150 kr.
Fjelagið hafði í þjónustu sinni þetta ár búfræðingana
Sveinbjörn Ólafsson. er ferðaðist um Eangárvallasýslu
(Mýrdal og Landeyjar) og Vestur-Skaptafellssýslu; Gísla
Þorbjarnarson, er ferðaðist um Árnessýslu, Sigurð Þór-
ólfsson, er ferðaðist um Mosfellssveit og Hjört Hansson
í Borgarfjarðarsýslu; leiðbeindu þeir bændum í búnaði
og jarðyrkjustörfum, unnu að jarðabótum, skurða-
gröptum og vatnsveitingum. Rituðu þeir um ferðir sín-
ar í búnaðarskýrslu suðuramtsins.
Auk þess rjeði fjelagið sem ráðanaut sinn í garð-
gróðurrækt þetta ár garðyrkjufræðing Einar Helgason,
fyrir 800 kr. þóknun. Ferðaðist hann í þeim crindum
austur á Eyrarbakka og Stokkseyri og hvatti menn til
að rækta matjurtir, einkum kartöíiur að meiri mun en
áður; áleit land þar nógu vel til þess fallið. Aðra ferð
fór hann suður með sjó í sömu erindum. Einnig plant-
aði hanu 266 trjám (um 20 tegundir) á Hvítárvöllum
og sáði þar ýmsu matjurta- og blómjurtafræi, svo og
grasfræi og þremur smárategunduin. Enn fremur skoð-
aði hann skóga í Rangárvallasýslu og undirbjó uin haust-
ið blett til trjáplöntunar í Þingvallasveit, norður afYal-
höll, austan undir eystri barminum á Almannagjá. Hafði
skipstjóri á gufuskipinu „Thyra“, Ryder, fengið styrk
hjá landbúnaðarfjelaginu danska, til að reyna að koma
á trjárækt hjer á landi og skyldi byrja að planta á
næsta sumri. Hefur Einar Helgason ritað mjög fróð-
lega skýrslu um ferðir sínar og tilraunir í búnaðar-
skýrslu suðuramtsins fyrir 1898, sem og um skógana í
Rangárvallasýslu.