Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 183
179
AllsliðrjarMnaðarfje]ag8frumvarpið, er samið
hafði verið árið áður, var nú rætt og íhugað af amts-
ráðunum og áttu fulltrúar amtsráðanna að semja um
málið við búnaðarfjelag Suðuramtsins til fullnaðarúrslita
á næsta sumri.
Jarðræktarfjelag Reykjavíkur varði tæpum 400
kr. til að styrkja menn til jarðabóta; auk þess voru
verkfæri fjelagsins lánuð ókeypis.
Heiðursgjafir. Bændurnir Árni Þorvaldsson á
Innra-Hólmi og Yigfús Jónsson á Vakurstöðum fengu
hciðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjáns IX, 140 kr. hvor,
fyrir dugnað og framkvæmdir í jarðabótum.
Húsahyggingar voru margar stórgjörðar í höfuð-
staðnum þetta ár. Drógu þær verkfólk, einkum siniði
til bæjarins. Landssjóður kostaði bygging stýrimanna-
skólans í vesturbænum, í landnorður frá Landakoti, bank-
inn steinhúsbygging inni í miðjum bænum við Austurstræti,
bærinn barnaskóla sinn austanvert við tjörnina, og holds-
veikraspítalinn í Laugarnesi var gefinn landinu af dönsk-
um „Oddfellowum“.
Brýr og vegir Til vegabóta voru ætlaðar í fjár-
lögunum þetta ár um 117000 króna. Var lokið við
tæpan helming akbrautar upp Flóann, rúmar 5 rastir,
frá Eyrarbakka, og á að ná alla leið upp að Ölfusár-
brú. Enn fremur lokið við 7 rastir af flutningabraut,
akveg rúmar 6 álnir á breidd, frá Akureyri fram Eyja-
fjörð undir stjórn Sigurðar Thoroddsen. Pá var lagður
vegur í Holtunum frá Þjórsá austur fyrir Steinslæk,
10 rastir, svo og í Dölum vestra frá Þorbergsstöðum í
Laxárdal og suður fyrir Tunguá, milli Kvennabrckku