Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 185
181
urn um lausafjártíund 12. júlí 1878 (6. apríl). Lög um
breyting á gjaldheimtum til amtssjóða og sýslusjóða (4.
júní; búnaðarskólagjald falli niður, en skólarnir fá aftur
jafnmikið fje úr amtssjóði; sýslusjóðir greiða þau gjöld,
sem jafnaðarsjóðir amtmanna eiga að fá, en hreppsfje-
lög greiða gjöldin í sýslusjóð.
Styrktarsjóður V. Gigass stórkaupmanns hlaut kon-
unglega staðfestingu á skipulagsskrá sinni þetta ár. Er
hann ætlaður duglegum íslenzkum fiskimönnum, öðrum
á ísafirði og hinum í Reykjavík. Stjórn sjóðsins kemst
eigi í hendur landshöfðingja fyrr en ekkja gefaudans er
látin.
Nýtt húnaðarblað, „Plógur“, var gefið út í Reykja-
vík af búfræðing Sigurði Þórólfssyni, til að leiðbeina
mönnum í jarðrækt og öðrum bústörfum.
Fiskisýning'ima í lijörgvin sóttu margir hjeðan
af landi og rituðu um hana fróðlogar greinar til leið-
beiningar löndum sínum; fiskifræðingur landsins, Bjarni
Sæmundsson, ritaði um hana í „lsland“, Jónas Eiríks-
son skólastjóri á Eiðum í „Austra", sjera Björn Þor-
láksson frá Dvergasteini í „Bjarka“, og Jón Þórarins-
son skólastjóri frá Flensborg í „ísafold11. Á sýningunni
voru og búnaðarskólastjórarnir Hjörtur Snorrason á
Hvanneyri og Jósep Björnsson á Hólum, svo og verzl-
unarstjóri Pjetur Guðjohnsen á Yopnafirði og skáldið
Matthías Jochumsson.
Ritgjörðir. Hjer skal gotið helztu ritgjörða um
búnað og atvinnumál, sem prentaðar voru þetta ár í
íslenzkum tímaritum og blöðum, auk þeirra er birtust í
12. árg. Búnaðarritsins. (Tölurnar merkja tölublöð þar
sem ekki eru nefndar bls.)