Hugur - 01.06.2002, Síða 67

Hugur - 01.06.2002, Síða 67
Refir og broddgeltir, dýrlingur og snákur Hugur það sem er satt fyrir Aristótelesi alls ekki að vera satt fyrir okkur og öfugt. Við getum ekki einu sinni sagt að það sé ósatt fyrir okkur. Hann lifir í sínum lokaða heimi og við í okkar. Margir hafa fundið að þessu hjá Kuhn með því að segja við hann að honum lánist sjálfum býsna vel, þegar honum tekst upp, að ljúka upp fyrir okkur leyndum kimum vísindasögunnar,53 jafnvel þar sem þeir eru mjög framandlegir eins og öll dulhyggjan sem grasseraði í Jó- hannesi Kepler. Við skulum ekki slá Kuhn neina slíka gullhamra að sinni. Hugleiðum heldur vitið í því að halda að til dæmis eðlisfræði- hugmyndir okkar tíma um þyngd og krafta séu lokaður heimur. Þá má til dæmis taka eftir því að eðlisfræðingar fara töluvert öðruvísi með orð eins og „kraftur“ en við gerum í daglegu tali, þar sem orðin geta verið mjög algeng og eru til viðbótar skilin margvíslegum skiln- ingi (sbr. til dæmis „sálarkrafta“ og ,,skemmtikrafta“). Engu að síður eru engin sérstök vandkvæði á því að kenna ungu fólki eðlisfræði í skólum okkar. Öll menntun gengur út á það, og hefur gengið síðan í fornöld, að leiða fólk inn í slíka heima. Fólk er alltaf að tileinka sér skilgreiningar eðlisfræðinnar á þyngd og krafti og viðnámi og hreyfingu. Læsist það inn í einhverjum heimi sem geri því erfitt fyrir að nota þessi orð á margvíslegan annan hátt en eðlisfræðin gerir, hvort heldur í daglegu máli eða skáldskap? (Til dæmis er skáldskapur Einars Benediktssonar barmafullur af eðlis- fræðiorðum sem hann fer með á sinn hátt.) Hér er ekki minnsta vit í hugmyndinni um lokaða heima. Hér höfum við opna heima að fornu og nýju, í vísindum og daglegu lífi. Sönnunarbyrðin hvílir nú alfarið á fylgisfólki Kuhns eins og kannski Vattimo. Það ætti að nefna okkur þó ekki væri nema eitt dæmi um lokaðan heim. Eg veit ekki til að það hafi nokkurn tíma verið gert. Mér virðist hugmyndin um lokaða heima vera umhugsunarverð út af fyrir sig. Bókmenntaverk virðast oft vera misjafnlega lokaðir heim- ar sem lesandinn þarf að bijótast inn í. Til dæmis kvæði Einars Bene- diktssonar. Fræðigreinar geta líka virzt vera lokaðir heimar. Til dæm- is er öreindafræði lokaður heimur fyrir flestum mönnum af því að þeir hafa ekki lært hana. Fræðigreinar geta líka verið lokaðar með ýmsum öðrum hætti. Eg hef til dæmis veitt því athygli að sumar hug- myndir Freuds virðast lifa góðu lífi í bókmenntafræði, og er þá ekki 53 Donald Davidson: „The Very Idea of a Conceptual Scheme“ í Inquiries into Truth and Interpretation, 184. Sbr. líka um ósammælanleikann Þorstein Gylfason: „Sannleikur", 169-171. Og Hilary Putnam: Reason, Truth and Hi- story, Cambridge University Press, Cambridge 1981, 113-126. 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.