Hugur - 01.06.2002, Page 105
Nietzsche á hafi verðandinnar
Hugur
Kenning hins unga Nietzsches um lygina um sannleikann op-
inberar eina allsherjar mótsögn sem hann er sjálfur blindur
fyrir. Þegar hann fullyrðir að allar sannar yrðingar um heim-
inn séu blekking eða lygi, þá telur hann sig hafa komið auga á
hið sanna um eðli mannlegrar þekkingar. Hann einn er hafinn
yfir blekkingarvefinn sem mennirnir eru fjötraðir í. En er ekki
rökrétt að álykta að fullyrðing hans um lygaviljann sem upp-
sprettu sannleika sé einnig, eins og öll þekking mannanna,
byggð á blekkingu? (42)21
Vilji maður leita að mótsögnum mætti spyrja sig hvernig Sigríður get-
ur gagnrýnt Nietzsche fyrir að segja allt blekkingu nema eigin af-
stöðu um leið og hún gerir tilkall til að sjá sannleikann sem Nietzsche
er blindur fyrir? Það er hins vegar athyglisverð staðreynd að Sigríð-
ur skapar mótsögn úr því sem virðist síður mótsagnakennt í sköpun
Nietzsches sjálfs. Hún lítur framhjá því að lygi í ósiðrænum skilningi
er síður blekking í siðrænum skilningi en sköpun, þ.e. blekking í ósið-
rænum skilningi. Það sem í siðrænum skilningi er lygavilji verður í
ósiðrænum skilningi að sköpunarvilja:
Við skáldum að mestu leyti það sem fyrir okkur kemur og er-
um allt að því ófáanlegir til þess að fylgjast með nokkrum hlut
án þess að vera „skáld“ um leið. Allt þetta þýðir að við erum frá
rótum, frá upphafi vega, vanir því að Ijúga. Eða svo þetta sé
21 Mótsagnarstefið endurtekur sig víða í skrifum Sigríðar um heimspeki Nie-
tzsches, t.d. í inngangi hennar að Svo mælti Zaraþústra (Reykjavík: Háskóla-
útgáfan, 1996, s. 9-35); „En hvernig getur Nietzsche teflt fram nýrri sýn á líf-
ið sem gefur því nýjan tilgang um leið og hann heldur því fram að allir gild-
isdómar séu ekki einasta mannasetningar heldur einnig afstæðir? [...] Hvað
á þá Nietzsche við þegar hann lætur Zaraþústru boða í upphafi að ofurmenn-
ið sé ‘tilgangur jarðarinnar’ [...]? Gerist hann ekki sekur um sömu ‘ranghug-
myndir’ og hann gagnrýnir? Hvernig getur hann fullyrt nokkuð um ofur-
mennið í sömu andrá og hann heldur því fram að allur sannleikur sé afstæð-
ur?“ (s. 13) Með öðrum orðum: Hvernig getur maður fullyrt nokkuð sé því
haldið fram að guðirnir séu margir? Maður spyr sig hvort mótsagnirnar liggi
ekki frekar í túlkun Sigríðar. Ef allir gildisdómar eru sköpun mannanna þá
ætti einnig maðurinn Nietzsche að geta tekið þátt í sköpun þeirra. Hvað til-
ganginn varðar er „tilgangur" í guðlausum skilningi ekki sama hugtakið og
algildur „tilgangur“ í guðlegum skilningi. Með því að notast við „sama“ hug-
tak til að tákna tvennt ólíkt snýr hin retóríska tilfærsla Nietzsches nýrri
merkingu hugtaksins gegn guðlegu notkuninni. „Tilgangur jarðarinnar" gref-
ur þannig undan hinni guðlegu andstæðu milli tilgangs og tilgangsleysis.
103
L