Hugur - 01.06.2002, Page 170

Hugur - 01.06.2002, Page 170
Hugur Hans-Georg Gadamer hlið merkisins og verkfærisins - sem þó heyra sannarlega bæði til veruháttar mannsins. Tungumálið er hreint ekkert tól eða verkfæri. Það liggur nefnilega í eðli verkfærisins að við ráðum notkun þess - við tökum okkur það í hönd og leggjum það aftur frá okkur þegar það hefur gagnast okkur. Það er ekki eins og þegar við tökum okkur fyr- irliggjandi orð ákveðins tungumáls í munn og látum þau renna aftur yfir í hinar almennu orðabirgðir sem við höfum til umráða með því að nota þau. Slík hliðstæða gengur ekki upp því við erum aldrei stödd frammi fyrir heiminum í ástandi orðleysis, meðvitund þreifandi eftir verkfæri skilningsgáfunnar. Það er heldur svo að í því að við vitum af sjálfum okkur og í því að við vitum af heiminum erum við alltaf þeg- ar umkringd því tungumáli sem er okkar eigið. Við vöxum úr grasi, kynnumst heiminum, mönnum og loks sjálfum okkur, í því að við lær- um að tala. Að læra að tala þýðir ekki að vera leiðbeint um hvernig nota skuli verkfæri sem þegar liggur til reiðu, til að merkja upp heim sem okkur er þegar handgenginn og kunnuglegur, heldur þýðir það að ávinna sér sjálft handgengi heimsins, verða honum kunnug og því hvernig hann mætir okkur. En hve leyndardómsfull og dulin framvinda! Hvílík firra að halda að barn mæli orð, sitt fyrsta orð. Hvílík endemis vitleysa var það, að ætla að afhjúpa upprunatungu mannkyns með því að láta börn vaxa úr grasi, í hljóðeinangrun frá mæltu máli, bera kennsl á raunverulegt mannamál í fyrsta yfirvegaða hjali barnsins og veita þessu tungumáli loks þá upphefð að vera upprunatunga sköpunarinnar. Fjarstæða slíkra hugmynda felst í gerviafneitun á því hvernig hin mælta veröld umlykur okkur sjálf. I rauninni erum við jafnmikið heima í tungu- málinu og í heiminum. Aftur er það í fórum Aristótelesar sem ég finn viturlegustu lýsinguna á ferlinu að læra tungumál [Seinni greiningin (An.Post.) B 19, 99b35 og áfram]. Aristótelíska lýsingin á raunar ekki við tungumálanám heldur hugsunina, það er öflun almennra hug- taka. Hvernig getur yfirleitt nokkur festa komið til í þessu flóði fyrir- brigða, í hinu stöðuga streymi breytilegra áhrifa? I fyrsta lagi er það víst áreiðanlega hæfileikinn til að halda eftir, það er minnið, sem ger- ir okkur kleift að bera aftur kennsl á nokkuð sem hið sama. Það er hið fyrsta stórafrek sértekningarinnar (þ. Abstraktion). Ur flóði fyrir- brigðanna glittir hér og hvar í heildir svo eining reynslunnar mynd- ast smám saman, úr uppsafnaðri dyngju þess sem við berum aftur kennsl á og köllum reynslu. I þessari einingu er hin einkennilega ráð- stöfun reyndanna í almenna þekkingu upprunnin. Nú spyr Aristótel- es: Hvernig getur eiginlega þessi þekking á hinu almenna komið til? 168
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.