Hlín - 01.01.1949, Qupperneq 81
Hlín
79
öllum almenningi kost á að njóta íslenskra gerða, sem
saínið er ríkt af og laga þær eftir nútíma þörfum og
smekk. — Oskandi væri, að safnið sæi sjer fært að ráða
til sín hæfan listamann, karl eða konu, er rannsakaði
gaumgæfilega t. d. hannyrðir safnsins, og gerðu þær að-
gengilegar almenningi. — Þannig hafa aðrar menningar-
þjóðir opnað almenningi aðgang að þjóðlegri list síns
lands. Allar leggja þær hina mestu áherslu á að halda
sem fastast við þjóðlegar gerðir í hannyrðum, vefnaði,
trjeskurði o. s. frv. — Við eigum margt ógert, og ekki dug-
ar að sofna á verðinum.
En ekkert er jafnaðkallandi og meðferð íslensku ull-
arinnar. — Meðferð liennar á að vera og verður alla jafira
mesta vandamál lieimilisiðnaðarins íslenska. — Ullin er
það hráefnið, sem er handbært hjá okkur, og íslenska ull-
in hefur sýnt, að hún er sjerstaklega vel fallin til lieimil-
isiðnaðar, og liana liafa íslendingar kunnað að fara með
svo að snild hefur verið að um aldaraðir. — Þar getum
við orðið fyrirmynd annara þjóða, ef við þekkjum okkar
vitjunartíma.
Einn merkasti heimilisiðnaðarmaður á Norðurlöndum,
prófessor Prydz, sagði í ræðu á sýningunni í Bergen 1928:
„Þið íslendingar hafið bestu ullina og kunnið best að
vinna úr henni.“ — Þetta eru stór orð, en það er satt,
það hafa verið gerðir ljómandi fallegir munir úr íslensku
ullinni af íslenskum konum og körlum. Þetta rná ekki
gleymast, ekki deyja út. — Ennþá höfum við nokkra af
þessum meisturum meðal okkar, tókonurnar góðu. sem
vinna snildar-listmuni úr ull. — Ef ekkert er aðgert, deyr
listin út með þeim, en það má ekki eiga sjer stað.
Jeg vona að við berum gæfu til að halda okkar þjóð-
lega heimilisiðnaði við, efla hann og fullkomna. Og að
það sýni sig að tíu árurn liðnum, að við höfum engu
gleymt, en margt lært.
Þegar öllu er á botninn hvolft, held jeg að við getum