Hlín - 01.01.1949, Side 163
Hlín
101
að lokum unnu nemendur að byggingu steinhúss. I‘á var og kend
teikning, íslenska og reikningur. Smíðamuuir voru sýndir almenn-
ingi að lokinni kenslu og fengu góða dóma. Hugmynd þessarar
smíðakenslustofnunar er cnn sem komið er að veita piltum leið-
beiningar og æfingu í ýmiss konar smíði, sem þeim m'ætti að gagni
verða á sveitaheimilum — gera þá sem maður segir sjálfbjarga í
því efni. Þó ætlunin sje einnig að framhaldsnám verði og, lyrir
einhverja, er vilja.
Úr Bœjarsveit i Borgarfird'i er skrifaö á jólaföstu 1947: — Helstu
frjettir hjeðan eru þær, að sími var lagður á allflesta bæi hjer í
haust, og þykir okkur konunum það mjög skemtilegt að geta talað
saman daglega, svo eru það mikil þægindi, þar sem fátt fólk er
víðast hvar á bæjunum hjer. — ,,Hlín“ er komin á alla bæi í Bæjar-
sveit.
Ur Snœfellsnessýslu er skrifað um jól 1947: — Kvenfjelagið okkar
er vel starfandi og altaf að bætast við nýir starfskraftar. Ungu
stúlkurnar eru að koma í fjelagið, því að við, þessar eldri, erum
heldur famar að láta okkur. — Fjelagið fjekk sjer prjónavjel í
sumar, og er hún að ferðast milli konanna, viku hjá hverri.
Af Vestfjörðum er skrifað haustið 1947: — Hjeðan cr alt gott að
frjetta. Annars ber tíminn litlar breytingar í skauti sjer lijá okkur,
sem búsett erum í fámennum þorpum. Blessað sumarið gat talist
gott sumar, og mikil var sprettan á öllu grasi. Það var líka fremur
góð nýting hjer á heyjum. Þar hjálpa hærurnar svo vel, enda altaf
taldar hjer nauðsynlegar. En nú sjást fáar liærur heimaunnar; er
„liessian" kominn í þeirra stað. Heimaunnar hærur hjeldu í mörg
ár, enda var vel farið með þær, þvegnar að haustinu og gert við,
þegar þess þurfti, og geymdar á rakalausum stað: í skemmunum.
Það var almennur, vestfirskur siður, að hvert sveitaheimili ætti
hærur yfir öll heysætin.
Vestfirsk kona skrifar haustið 1947: — Nú hefur verið hjer mikil
berjaspretta. Jeg hef nokkra reynslu fyrir því, að geyma vel þur blá-
ber í pokum i ísbúsi yfir veturinn. Við borðum það sem ábæti að
sumrinu. Þau hafa geymst ágætlega.
Einhleyp Itona slirifar um atvinnutilboð, sem henni höfðu borist.
Húu þóttist sein til svars:
„Jeg er 1 hug sem asninn frægi,
sem inni í flekk úr sulti ljest,
því hann gat aldrei úr því skorið,
hver útheystuggan mundi best.“
Af Hjeraði er skrifað á einmánuði 1948: — Nú er blessuð tíðin
hjer breytt til batnaðar, en mikil harðindi eru búin að vera hjer
í vetur. Nú er að mestu orðið autt í bygðinni hjer úti í sveitinni,
11